Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Reykjavík | Býður upp á 100 laga lasagna
Nýr veitingastaður opnaði nú á dögunum sem ber heitið Skuggi Italian bistro og er staðsettur í Skugga hótelinu á Hverfisgötu 103 í Reykjavík.
Skugga Hótel er þriggja stjörnu hótel með 100 nýstárlegum og smekklega innréttuðum herbergjum. Skuggi Hótel er eitt af átta hótelum sem rekin eru af Keahótelum.
Í eldhúsinu er það Gunnar Már Sigfússon sem ræður ríkjum þar, en hann er einkaþjálfari og höfundur LKL bókanna Lág kolvetna lífsstíllinn 1 og 2 og Kolvetnasnauðir hversdagsréttir.
Á matseðilinum sem samanstendur af hversdagslegum ítölskum mat með bistro ívafi er hægt að fá t.a.m. bakað súrdeigsflatbrauð með allskyns meðlæti, Ítalskt nachos, súrdeigspizzur og einkennisrétt staðarins 100 laga lasagna. Skuggi er opinn frá klukkan 16:00 til 23:00 en lengur um helgar.

Á meðal rétta á matseðlinum er hægt að finna súrdegspizzur, 100 laga lasagna, kjötbollu hamborgara, Tígrisrækju linguini í hvítvíni svo fátt eitt sé nefnt
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stutt kynningarmyndband af Skugga hótelinu og veitingastaðinn:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.