Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Reykjavík | Býður upp á 100 laga lasagna
Nýr veitingastaður opnaði nú á dögunum sem ber heitið Skuggi Italian bistro og er staðsettur í Skugga hótelinu á Hverfisgötu 103 í Reykjavík.
Skugga Hótel er þriggja stjörnu hótel með 100 nýstárlegum og smekklega innréttuðum herbergjum. Skuggi Hótel er eitt af átta hótelum sem rekin eru af Keahótelum.
Í eldhúsinu er það Gunnar Már Sigfússon sem ræður ríkjum þar, en hann er einkaþjálfari og höfundur LKL bókanna Lág kolvetna lífsstíllinn 1 og 2 og Kolvetnasnauðir hversdagsréttir.
Á matseðilinum sem samanstendur af hversdagslegum ítölskum mat með bistro ívafi er hægt að fá t.a.m. bakað súrdeigsflatbrauð með allskyns meðlæti, Ítalskt nachos, súrdeigspizzur og einkennisrétt staðarins 100 laga lasagna. Skuggi er opinn frá klukkan 16:00 til 23:00 en lengur um helgar.

Á meðal rétta á matseðlinum er hægt að finna súrdegspizzur, 100 laga lasagna, kjötbollu hamborgara, Tígrisrækju linguini í hvítvíni svo fátt eitt sé nefnt
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stutt kynningarmyndband af Skugga hótelinu og veitingastaðinn:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







