Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ | Áformað að opna 9 veitingastaði um land allt
Grímur Grallari er nýr veitingastaður sem nú er í framkvæmdum í Reykjanesbæ sem staðsettur verður á Fitjum í Njarðvík. Áætlað var að opna 1. maí s.l. samkvæmt facebook síðu þeirra, en vegna seinkun á afhendingu á vörum frá birgjum og einnig uppsetningar á tækjum ofl. þá var ákveðið að fresta opnuninni.
Grímur Grallari opnar í Njarðvík til að byrja með. Allt á fullu að koma þessum stað í gang.
, segir í tilkynningu 23. maí s.l. á facebook síðu Grími Grallara.
Boðið verður upp á BBQ rétti, grísasamloku, kjúkling, svínarif, pylsur, paníni, Fiskur og franskar svo fá eitt sé nefnt.
Framkvæmdastjórar eru Grímur Valsson og Sverrir Júlíusson. Opnunartíminn er sunnud. til fimmt. frá kl. 11:00 til 23:00 og föst-, og laugardag verður opið frá kl. 11:00 til 03:00. Boðið er upp á heimsendingar alla daga.
Áformað er að opna 9 veitingastaði um land allt, að því er fram kemur á facebook síðu Grími Grallara og átti að opna einn veitingastað á Akranesi 15. maí s.l., en eins og áður segir þá opnar Grímur Grallari í Njarðvík í Reykjanesbæ til að byrja með.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið