Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Reykjanesbæ | Áformað að opna 9 veitingastaði um land allt
Grímur Grallari er nýr veitingastaður sem nú er í framkvæmdum í Reykjanesbæ sem staðsettur verður á Fitjum í Njarðvík. Áætlað var að opna 1. maí s.l. samkvæmt facebook síðu þeirra, en vegna seinkun á afhendingu á vörum frá birgjum og einnig uppsetningar á tækjum ofl. þá var ákveðið að fresta opnuninni.
Grímur Grallari opnar í Njarðvík til að byrja með. Allt á fullu að koma þessum stað í gang.
, segir í tilkynningu 23. maí s.l. á facebook síðu Grími Grallara.
Boðið verður upp á BBQ rétti, grísasamloku, kjúkling, svínarif, pylsur, paníni, Fiskur og franskar svo fá eitt sé nefnt.
Framkvæmdastjórar eru Grímur Valsson og Sverrir Júlíusson. Opnunartíminn er sunnud. til fimmt. frá kl. 11:00 til 23:00 og föst-, og laugardag verður opið frá kl. 11:00 til 03:00. Boðið er upp á heimsendingar alla daga.
Áformað er að opna 9 veitingastaði um land allt, að því er fram kemur á facebook síðu Grími Grallara og átti að opna einn veitingastað á Akranesi 15. maí s.l., en eins og áður segir þá opnar Grímur Grallari í Njarðvík í Reykjanesbæ til að byrja með.

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu