Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hrísey
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Hrísey sem ber heitið Verbúðin 66 og er staðsettur við Sjávargötu 2. Eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson.
Ennþá er verið að prufukeyra opnunartímann fram á vor og er einungis opið um helgar, þ.e. á föstudögum frá klukkan 18:00 til 23:00, á laugardögum frá klukkan 16:00 til 23:00 og á sunnudögum frá 15:00 til 20:00.
Linda María segir í samtali við hrisey.is að stefnt verður á lengri opnunartíma í sumar sem verður auglýst á facebook síðu Verbúðarinnar þegar nær dregur sumri.
Einfaldur matseðill er á boðstólnum, hamborgarar með frönskum og sósu frá 1.900 til 2.100 krónur, grillaðar samlokur á 1.300 krónur og Nachos, salsasósa & sýrður rjómi á 500 krónur og þar með er allt upptalið.
Mynd: skjáskot af ja.is korti
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






