Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hrísey
Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Hrísey sem ber heitið Verbúðin 66 og er staðsettur við Sjávargötu 2. Eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson.
Ennþá er verið að prufukeyra opnunartímann fram á vor og er einungis opið um helgar, þ.e. á föstudögum frá klukkan 18:00 til 23:00, á laugardögum frá klukkan 16:00 til 23:00 og á sunnudögum frá 15:00 til 20:00.
Linda María segir í samtali við hrisey.is að stefnt verður á lengri opnunartíma í sumar sem verður auglýst á facebook síðu Verbúðarinnar þegar nær dregur sumri.
Einfaldur matseðill er á boðstólnum, hamborgarar með frönskum og sósu frá 1.900 til 2.100 krónur, grillaðar samlokur á 1.300 krónur og Nachos, salsasósa & sýrður rjómi á 500 krónur og þar með er allt upptalið.
Mynd: skjáskot af ja.is korti

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir