Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Austurstræti | „Það er búið að moka öllu út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt…“
Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti.
Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun, að því er fram kemur á heimasíðu visir.is.
Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar.
Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt
, segir Hemmi í samtali við Vísi.
Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.
Markmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir.
Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf
, segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám.
Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar
segir Hemmi sem mun reka staðinn.
Á vef visir.is segir að framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar 2015.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla