Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Austurstræti | „Það er búið að moka öllu út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt…“
Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti.
Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun, að því er fram kemur á heimasíðu visir.is.
Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar.
Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt
, segir Hemmi í samtali við Vísi.
Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.
Markmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir.
Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf
, segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám.
Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar
segir Hemmi sem mun reka staðinn.
Á vef visir.is segir að framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar 2015.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux