Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Austurstræti | „Það er búið að moka öllu út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt…“
Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti.
Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun, að því er fram kemur á heimasíðu visir.is.
Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar.
Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt
, segir Hemmi í samtali við Vísi.
Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.
Markmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir.
Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf
, segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám.
Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar
segir Hemmi sem mun reka staðinn.
Á vef visir.is segir að framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar 2015.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana