Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
Vinastræti er fjölskyldurekinn veitingastaður sem einblínir á staðbundið hráefni og er staðsettur við Laugarvatn. Staðurinn opnaði í sumar á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með pomp og prakt en þá hafði staðið yfir gagngerar endurbætur á húsnæðinu.
Eigendur eru Sunneva Thoroddsen Bjarnadóttir og Sæþór Dagur Ívarsson framreiðslumaður.
Vinastræti tekur 30 manns í sæti og opnunartími er 11:30 til 21:00.
„Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér, það er hlýtt og huggulegt. Við viljum hafa sem bestu gæði af hráefnum og ferskan mat.“
Sagði Sunneva og Sæþór í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sérstöðu veitingastaðarins og hvað er á boðstólnum, en þau hafa mikla ástríðu á mat og þjónustu.
Í hádeginu er boðið upp á gott úrval af samlokum með heimabökuðu súrdeigsbrauði, pizzum, súpum, salati og sætindi. Á kvöldin breytist staðurinn meira í bistro stemningu þar sem boðið er upp á smárétti með hráefni úr héraðinu og einnig með pizzur, salöt og súpu.
„Reksturinn gengur mjög vel“
Sunneva og Sæþór hafa starfað í veitingabransanum til fjölda ára en þeir veitingastaður og hótel má nefna þá starfaði Sunneva hjá Sumac, Vínstùkunni og Hótel Keflavík og Sæþór hjá Hörpunni, Hótel Húsafell og Hótel Keflavík. Sunneva er með Sommelier gráðu í WSET skólanum.
Sæþór er framreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hörpunni og útskrifaðist árið 2016.
„Reksturinn gengur mjög vel. Í sumar var þetta mjög blandað af ferðamönnum og Íslendingum en núna sjáum við meira af ferðamönnum en svo eru heimamenn duglegir að koma og styðja okkur líka.“
Einstök lamba pizza á matseðli
Signature réttur staðarins er lamba pizzan sem er borin fram með pizzasósu, mozzarella, hægelduðu lambi úr héraði með súrsuðum eldpipar, lauk og klettasalati, en þeim hefur verið sagt að þessi samsetning hefur ekki sést hér á Íslandi.
Vinastræti býður einnig upp á tvö herbergi til leigu á Airbnb og Booking sem eru mjög hugguleg tveggja manna herbergi með sér baðherbergi, lítinn ísskáp og ketil og útsýni yfir fjallið.
Heimasíða: vinastraeti.is
Myndir: Aðsendar
Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis fréttabréf með fréttum, tilboðum, uppskriftum og meira.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu

























