Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veit­ingastaður á Ægisíðu

Birting:

þann

Ægisíða 123 - Borðið

Að Borðinu standa Martina og Jón Helgi og Rakel Eva og Friðrik: Tvö pör sem búa vestan lækjar og elska mat og allt sem honum viðkemur.

Enn fær­ist meira líf í Vest­ur­bæ­inn þegar nýr veit­ingastaður verður opnaður á Ægisíðunni í fe­brú­ar. Staður­inn nefn­ist Borðið og verður hann í hús­næði gömlu víd­eó­leig­unn­ar á Ægisíðu 123. Ein­blínt verður á góðan og fal­lega fram­sett­an kvöld­mat til þess að grípa með sér heim.

Ægisíða 123 - Borðið

Borðið er staðsett við Ægisíðu 123, þar sem sjoppan 107 Reykjavík var áður til húsa
Mynd: Skjáskot af google korti

Tvenn vina­hjón standa að opn­un­inni og stend­ur staður­inn ein­mitt á mörk­um hverf­anna þeirra tveggja; Seltjarn­ar­ness og Vest­ur­bæj­ar, að því er fram kemur á mbl.is.

„Við maður­inn minn vor­um búin að ganga með þessa hug­mynd í mag­an­um í mörg ár. Síðan var málið rætt við vina­hjón okk­ar og þau voru ein­mitt að hugsa það ná­kvæm­lega sama. Að leysa þetta vanda­mál sem all­ir eiga við að etja seinnipart­inn. Þ.e. hvað í ósköp­un­um eig­um við að hafa í mat­inn?“ seg­ir Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir í samtali við mbl.is. Ásamt henni standa eig­inmaður henn­ar Friðrik Ársæls­son og vina­hjón þeirra Jón Helgi Er­lends­son og Mart­ina Vig­dís Nadini, að opn­un­inni, en bæði eiga þau tvö börn.

Ægisíða 123 - Borðið

Fyrir jól var hægt að kíkja við á lager Borðsins og kaupa vörurnar á kynningarafslætti og voru 250 manns sem nýttu sér tilboðið.

Hjón­un­um fannst vönt­un á stað með góðum mat til þess að grípa með heim, líkt og er að finna í mörg­um borg­um víða um heim. Rakel seg­ist hafa verið fasta­gest­ur á stöðum sem þess­um í Utrecht í Hollandi og Cambridge í Bost­on þegar þau Friðrik bjuggu þar.

Hún seg­ir að áhersla verði einnig lögð á umbúðirn­ar. „Oft þegar maður fer og nær sér í flott­an mat verður hann síðri þegar hann er sett­ur í umbúðir. Við ætl­um að vera með fal­leg­ar umbúðir og passa upp á þenn­an hluta,“ seg­ir Rakel.

Ægisíða 123 - Borðið

Boðið er upp á sælkeravörur fyrir alla fagurkera og matarunnendur.

Alls kon­ar mat­ur úr góðu hrá­efni

„Þetta verður alls kon­ar mat­ur,“ seg­ir Rakel spurð um mat­ar­gerðina og tek­ur fram að þaul­reynd­ur kokk­ur muni sjá um elda­mennsk­una. „Við ætl­um ekki að sér­hæfa okk­ur í einni mat­ar­gerð eða hafa ákveðna yf­ir­skrift. Þetta verður bara góður mat­ur sem unn­inn er úr gæðahrá­efni,“ seg­ir hún.

Ægisíða 123 - Borðið

Í boði verður m.a. gosdrykkir beint frá Portofino á Ítalíu, Limonata (sítrónubragð), Mandarinata (appelsínubragð) og Gingerino (Spritz-bragð).

Líkt og áður seg­ir verður ein­ung­is hægt að taka kvöld­mat­inn með sér heim en í há­deg­inu verður hægt að grípa sér kaffi­bolla, sam­lok­ur og fleira góðgæti. Á staðnum verður þá einnig gour­met-búð, þar sem allt frá sult­um og fersku pasta upp í franska pott­járn­spotta verður í boði.

„Fyrst um sinn verður þetta bara take-away staður. En það er aldrei að vita hvað ger­ist í framtíðinni,“ seg­ir Rakel og bæt­ir við að fram­haldið muni ráðast af eft­ir­spurn­inni. „Við erum með alls kon­ar skemmti­leg­ar og spenn­andi hug­mynd­ir fyr­ir rekst­ur­inn þegar hann verður kom­inn af stað.“

Ægisíða 123 - Borðið

Fyrir þá sem vilja kynna sér Staub og allar hinar vörurnar þá býður Borðið upp á mikið úrval

Hún sér fyr­ir sér að staður­inn verði nokk­urs kon­ar hverf­is­búð og von­ast til þess að gott og þétt sam­fé­lag mynd­ist þar í kring­um. „Við lít­um á okk­ur sem frá­bæra viðbót í hverfið,“ seg­ir Rakel.

Greint frá á mbl.is hér.

Einnig er fjallað um Borðið á visir.is hér.

Myndir: af facebook síðu Borðsins.

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið