Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Ægisíðu

Að Borðinu standa Martina og Jón Helgi og Rakel Eva og Friðrik: Tvö pör sem búa vestan lækjar og elska mat og allt sem honum viðkemur.
Enn færist meira líf í Vesturbæinn þegar nýr veitingastaður verður opnaður á Ægisíðunni í febrúar. Staðurinn nefnist Borðið og verður hann í húsnæði gömlu vídeóleigunnar á Ægisíðu 123. Einblínt verður á góðan og fallega framsettan kvöldmat til þess að grípa með sér heim.

Borðið er staðsett við Ægisíðu 123, þar sem sjoppan 107 Reykjavík var áður til húsa
Mynd: Skjáskot af google korti
Tvenn vinahjón standa að opnuninni og stendur staðurinn einmitt á mörkum hverfanna þeirra tveggja; Seltjarnarness og Vesturbæjar, að því er fram kemur á mbl.is.
„Við maðurinn minn vorum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Síðan var málið rætt við vinahjón okkar og þau voru einmitt að hugsa það nákvæmlega sama. Að leysa þetta vandamál sem allir eiga við að etja seinnipartinn. Þ.e. hvað í ósköpunum eigum við að hafa í matinn?“ segir Rakel Eva Sævarsdóttir í samtali við mbl.is. Ásamt henni standa eiginmaður hennar Friðrik Ársælsson og vinahjón þeirra Jón Helgi Erlendsson og Martina Vigdís Nadini, að opnuninni, en bæði eiga þau tvö börn.

Fyrir jól var hægt að kíkja við á lager Borðsins og kaupa vörurnar á kynningarafslætti og voru 250 manns sem nýttu sér tilboðið.
Hjónunum fannst vöntun á stað með góðum mat til þess að grípa með heim, líkt og er að finna í mörgum borgum víða um heim. Rakel segist hafa verið fastagestur á stöðum sem þessum í Utrecht í Hollandi og Cambridge í Boston þegar þau Friðrik bjuggu þar.
Hún segir að áhersla verði einnig lögð á umbúðirnar. „Oft þegar maður fer og nær sér í flottan mat verður hann síðri þegar hann er settur í umbúðir. Við ætlum að vera með fallegar umbúðir og passa upp á þennan hluta,“ segir Rakel.
Alls konar matur úr góðu hráefni
„Þetta verður alls konar matur,“ segir Rakel spurð um matargerðina og tekur fram að þaulreyndur kokkur muni sjá um eldamennskuna. „Við ætlum ekki að sérhæfa okkur í einni matargerð eða hafa ákveðna yfirskrift. Þetta verður bara góður matur sem unninn er úr gæðahráefni,“ segir hún.

Í boði verður m.a. gosdrykkir beint frá Portofino á Ítalíu, Limonata (sítrónubragð), Mandarinata (appelsínubragð) og Gingerino (Spritz-bragð).
Líkt og áður segir verður einungis hægt að taka kvöldmatinn með sér heim en í hádeginu verður hægt að grípa sér kaffibolla, samlokur og fleira góðgæti. Á staðnum verður þá einnig gourmet-búð, þar sem allt frá sultum og fersku pasta upp í franska pottjárnspotta verður í boði.
„Fyrst um sinn verður þetta bara take-away staður. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni,“ segir Rakel og bætir við að framhaldið muni ráðast af eftirspurninni. „Við erum með alls konar skemmtilegar og spennandi hugmyndir fyrir reksturinn þegar hann verður kominn af stað.“
Hún sér fyrir sér að staðurinn verði nokkurs konar hverfisbúð og vonast til þess að gott og þétt samfélag myndist þar í kringum. „Við lítum á okkur sem frábæra viðbót í hverfið,“ segir Rakel.
Greint frá á mbl.is hér.
Einnig er fjallað um Borðið á visir.is hér.
Myndir: af facebook síðu Borðsins.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







