Vertu memm

Freisting

Nýr Staðarskáli í haust

Birting:

þann

Nýr Staðarskáli verður tekinn í notkun í haust. Þá verður ný leið yfir Hrútafjarðarbotn opnuð og gamli skálinn ekki lengur í alfaraleið.

Það eru væntanlega ekki margir núlifandi Íslendingar sem ekki hafa einhvern tíma fengið sér pulsu og kók eða jafnvel enn umfangsmeiri veitingar í Staðarskála í Hrútafirði. Staðarskáli hefur þjónað vegfarendum frá árinu 1960 þegar bændur á Stað hófu þar veitingasölu en áður hafði verið bensínsala á jörðinni frá 1929.

Í fyrra keypti N1 rekstur Staðarskála og einnig veitingaskálann í Brú. Síðsumars verður rekstri Brúarskálans hætt og hann rifinn en í haust flytur Staðarskáli í nýtt húsnæði á eyrunum við Hrútafjarðarós. Stefnt er að því að það verði 1. september en þá verður gamli skálinn orðinn úrleiðis eftir að nýr vegur um Hrútafjarðarbotn verður tekinn í notkun.

Nýi vegurinn liggur frá Brú að Brandagili sem er rétt norðan við Staðarskála og er hann tæplega 7 kílómetra langur en að auki er tæplega tveggja kílómetra tenging við djúpveg. Nýi vegurinn styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ekki svo neinu nemi en hann tengir hinsvegar betur saman Húnavatnssýslur og Strandir.

Greint frá á vef Ríkisútvarpsins

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið