Freisting
Nýr Staðarskáli í haust
Nýr Staðarskáli verður tekinn í notkun í haust. Þá verður ný leið yfir Hrútafjarðarbotn opnuð og gamli skálinn ekki lengur í alfaraleið.
Það eru væntanlega ekki margir núlifandi Íslendingar sem ekki hafa einhvern tíma fengið sér pulsu og kók eða jafnvel enn umfangsmeiri veitingar í Staðarskála í Hrútafirði. Staðarskáli hefur þjónað vegfarendum frá árinu 1960 þegar bændur á Stað hófu þar veitingasölu en áður hafði verið bensínsala á jörðinni frá 1929.
Í fyrra keypti N1 rekstur Staðarskála og einnig veitingaskálann í Brú. Síðsumars verður rekstri Brúarskálans hætt og hann rifinn en í haust flytur Staðarskáli í nýtt húsnæði á eyrunum við Hrútafjarðarós. Stefnt er að því að það verði 1. september en þá verður gamli skálinn orðinn úrleiðis eftir að nýr vegur um Hrútafjarðarbotn verður tekinn í notkun.
Nýi vegurinn liggur frá Brú að Brandagili sem er rétt norðan við Staðarskála og er hann tæplega 7 kílómetra langur en að auki er tæplega tveggja kílómetra tenging við djúpveg. Nýi vegurinn styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ekki svo neinu nemi en hann tengir hinsvegar betur saman Húnavatnssýslur og Strandir.
Greint frá á vef Ríkisútvarpsins
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025