Freisting
Nýr Staðarskáli í haust

Nýr Staðarskáli verður tekinn í notkun í haust. Þá verður ný leið yfir Hrútafjarðarbotn opnuð og gamli skálinn ekki lengur í alfaraleið.
Það eru væntanlega ekki margir núlifandi Íslendingar sem ekki hafa einhvern tíma fengið sér pulsu og kók eða jafnvel enn umfangsmeiri veitingar í Staðarskála í Hrútafirði. Staðarskáli hefur þjónað vegfarendum frá árinu 1960 þegar bændur á Stað hófu þar veitingasölu en áður hafði verið bensínsala á jörðinni frá 1929.
Í fyrra keypti N1 rekstur Staðarskála og einnig veitingaskálann í Brú. Síðsumars verður rekstri Brúarskálans hætt og hann rifinn en í haust flytur Staðarskáli í nýtt húsnæði á eyrunum við Hrútafjarðarós. Stefnt er að því að það verði 1. september en þá verður gamli skálinn orðinn úrleiðis eftir að nýr vegur um Hrútafjarðarbotn verður tekinn í notkun.
Nýi vegurinn liggur frá Brú að Brandagili sem er rétt norðan við Staðarskála og er hann tæplega 7 kílómetra langur en að auki er tæplega tveggja kílómetra tenging við djúpveg. Nýi vegurinn styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ekki svo neinu nemi en hann tengir hinsvegar betur saman Húnavatnssýslur og Strandir.
Greint frá á vef Ríkisútvarpsins
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028





