Freisting
Nýr Staðarskáli á teikniborðinu
Undirbúningur er hafinn að styttingu hringvegarins fyrir botni Hrútafjarðar og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki árið 2008. Við breytinguna lendir Staðarskóli nokkru innan við vegtenginguna.
Eigendur Staðarskála bregðast við þessu á viðeigandi hátt og er hafin sérhönnun á skála sem verður reistur á nýjum stað við þjóðbraut og taki við af þeim fyrri.
Það voru bræðurnir á Stað, Magnús og Eiríkur Gíslasynir ásamt Báru Guðmundsdóttur, eiginkonu Magnúsar sem reistu eldri hluta skálans árið 1960, en það ár hætti Páll Sigurðsson veitingarekstri sínum í Fornahvammi og Norðurleiðarrúturnar fluttu viðskipti sín í Staðarskála. Árið 1971 var svo skálinn stækkaður og aukið við reksturinn. Árið 1994 var svo opnað gistihús í túninu á Stað en þar hafði áður verið rekstur svínabús. Þetta ár lést Magnús en þá hafði Vilborg dóttir þeirra hjóna sest þar að ásamt eiginmanni sínum Kristni Guðmundssyni og tekið við umsjón rekstursins.
Árið 202 var svo enn aukið við reksturinn en þá tók fjölskyldan við veitingarekstrinum á Brú og starfsmannafjöldinn er kominn í 55-60 þegar annir eru mestar. Ársstörf eru um 30 og þar af um helmingur heimamenn úr sveitinni.
Greint frá á Huni.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar





