Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr og öðruvísi Þorraseðill á veitingastaðnum Matur og Drykkur
Matur og Drykkur verður eins árs þann 21. janúar næstkomandi. Í tilefni afmælisins ætlar veitingastaðurinn að vera með sérstaka kynningu á nýjum og öðruvísi 9 rétta Þorraseðli fimmtudaginn 21. janúar klukkan 18:00. Mjög gott verð er á matseðlinum eða 6990 kr. með bjórpörun m.a. frá nýrri línu Ölgerðarinnar (Verð annars 9990 kr. án Bjórpörunnar)
Hugmyndin með matseðlinum er einföld, að gera klassíska Þorrarétti að skemmtilegum og bragðgóðum mat með frumleika og fyrsta flokks hráefni að vopni.
Að Þorramaturinn í raun ætti að ganga ofan í alla og ekkert hefur til að mynda verið súrsað á matseðlinum.
Matseðillinn er á þessa leið:
Harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl
Síld, rauðrófur og þurrkuð eggjarauða
Taðreykt hangikjöt og súpujurtakex
Ósúrsaðir hrútspungar og piparrótarkrem
Lundabaggi og mysugljái með helling af jurtum
Blóðmör, blóðmarengs og sherry gljái
Heileldaður lambahaus
Íslenskar pönnukökur & meðlæti
Skyr með bláberjakrapi & mysu
Rúgbrauðssúpa með súrmjólkurís & bitru súkkulaðikrumbli
Þetta kvöld verður maturinn útskýrður vel og vandlega af matreiðslumönnum Matar og Drykkjar og eins verða drykkirnir kynntir sérstaklega.
Borðapantanir í 5718877 og [email protected]
Mynd: Smári

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar