Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr og öðruvísi Þorraseðill á veitingastaðnum Matur og Drykkur
Matur og Drykkur verður eins árs þann 21. janúar næstkomandi. Í tilefni afmælisins ætlar veitingastaðurinn að vera með sérstaka kynningu á nýjum og öðruvísi 9 rétta Þorraseðli fimmtudaginn 21. janúar klukkan 18:00. Mjög gott verð er á matseðlinum eða 6990 kr. með bjórpörun m.a. frá nýrri línu Ölgerðarinnar (Verð annars 9990 kr. án Bjórpörunnar)
Hugmyndin með matseðlinum er einföld, að gera klassíska Þorrarétti að skemmtilegum og bragðgóðum mat með frumleika og fyrsta flokks hráefni að vopni.
Að Þorramaturinn í raun ætti að ganga ofan í alla og ekkert hefur til að mynda verið súrsað á matseðlinum.
Matseðillinn er á þessa leið:
Harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl
Síld, rauðrófur og þurrkuð eggjarauða
Taðreykt hangikjöt og súpujurtakex
Ósúrsaðir hrútspungar og piparrótarkrem
Lundabaggi og mysugljái með helling af jurtum
Blóðmör, blóðmarengs og sherry gljái
Heileldaður lambahaus
Íslenskar pönnukökur & meðlæti
Skyr með bláberjakrapi & mysu
Rúgbrauðssúpa með súrmjólkurís & bitru súkkulaðikrumbli
Þetta kvöld verður maturinn útskýrður vel og vandlega af matreiðslumönnum Matar og Drykkjar og eins verða drykkirnir kynntir sérstaklega.
Borðapantanir í 5718877 og [email protected]
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla