Uncategorized
Nýr liður hjá Smakkarinn.is
|
Nýr liður hefur litið dagsins ljós á heimasíður Smakkarinn.is sem ber heitið „Kokkurinn og vínþjónninn“.
Stefán Guðjónsson vínþjónn og einn þekktasti vínspekúlant Íslands kemur til með að velja vín sem passar vel með matseðlinum og uppskriftunum og velur eitt undir 2,000,- kr. og annað vín yfir 2,000,- kr.
Matreiðslumaður í þessu tilfelli er Einar Gústavsson sem þarf vart að kynna fyrir veitingageiranum, en hann hefur heillað marga matargesti í gegnum árin með sinni einstöku matseld. Einar starfaði meðal annars til fjölda ára á Apótekinu Bar Grill og þar næst hjá Sigga Hall á Óðinsvé og nú starfar hann sem yfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu Einari Ben og hóf hann störf þar í júlí s.l.
Fréttaritari mælir með góðri kvöldstund á veitingastaðnum Einari Ben og sælkerar ættu að kynna sér nánar matseðilinn.
Smellið hér til að skoða uppskriftirnar og hvaða vín Stefán mælir með.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar23 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var