Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr Kore staður í Kringlunni
Þann 1. maí opnaði nýtt veitingasvæði í Kringlunni og ber það nafnið Kringlutorg. Kore er einn af þeim stöðum sem opnaði á Kringlutorgi, en aðrir staðir eru Fjárhúsið, Halab Kebab, Jömm og Tokyo Sushi. Kringlutorg er staðsett uppi á 3. hæð hjá Stjörnutorgi, á svæðinu þar sem Kaffi Klassík var í.
„Það er óhætt að segja að ævintýrið haldi áfram. Móttökunar hafa enn og aftur farið langt fram úr okkar væntingum. Og margir ánægðir með að nú sé hægt að nálgast KORE víða.“
Sagði Atli Snær eigandi Kore, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig hefur gengið frá opnun staðarins.
Matseðillinn er sá sami á Kore í Mathöllinni Granda:
„Við höfum bætt við Korean Fried Chicken Burger og Tteokbokki“
Sagði Atli að lokum.
Kore býður uppá kóreskan götumat tacos, kimchi, steikt blómkál, kóreskan kjúklingaborgara ofl.
Myndir: facebook / korervk
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn









