Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr Kore staður í Kringlunni
Þann 1. maí opnaði nýtt veitingasvæði í Kringlunni og ber það nafnið Kringlutorg. Kore er einn af þeim stöðum sem opnaði á Kringlutorgi, en aðrir staðir eru Fjárhúsið, Halab Kebab, Jömm og Tokyo Sushi. Kringlutorg er staðsett uppi á 3. hæð hjá Stjörnutorgi, á svæðinu þar sem Kaffi Klassík var í.
„Það er óhætt að segja að ævintýrið haldi áfram. Móttökunar hafa enn og aftur farið langt fram úr okkar væntingum. Og margir ánægðir með að nú sé hægt að nálgast KORE víða.“
Sagði Atli Snær eigandi Kore, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig hefur gengið frá opnun staðarins.
Matseðillinn er sá sami á Kore í Mathöllinni Granda:
„Við höfum bætt við Korean Fried Chicken Burger og Tteokbokki“
Sagði Atli að lokum.
Kore býður uppá kóreskan götumat tacos, kimchi, steikt blómkál, kóreskan kjúklingaborgara ofl.
Myndir: facebook / korervk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús