Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr kafli í kaffihúsamenningu Hafnarfjarðar

Birting:

þann

Nýr kafli í kaffihúsamenningu Hafnarfjarðar - Barbara perla

Í hjarta Hafnarfjarðar hefur nýtt kaffihús litið dagsins ljós. Staðurinn ber nafnið Barbara og hefur tekið við af Súfistanum og Mánabar. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar að innan þar sem hlýlegir litir og sérvaldir munir skapa einstakt andrúmsloft.

Nýr kafli í kaffihúsamenningu Hafnarfjarðar - Barbara perla

Katla Karlsdóttir, einn eigenda, hefur lagt metnað í að móta rýmið með fallegum muum sem hún hefur fundið víða, meðal annars á nytjamörkuðum. Útkoman er persónuleg og á sama tíma aðdáunarverð.

Við opnunina ríkti töfrandi stemning þar sem troðfullur salur fagnaði nýju kaffihúsi með gleði og tilhlökkun. Fyrsti kaffibollinn á Barböru markaði upphaf nýrrar kafla í kaffihúsamenningu Hafnarfjarðar, sem virðist þegar hafa hlotið góðar viðtökur íbúa og gesta.

Árið 2020 var gert ráð fyrir að breyta húsnæði Súfistans í mathöll með úrval ólíkra matsölustaða. Þær áætlanir gengu hins vegar ekki eftir og hefur húsið nú fengið nýtt líf með tilkomu Barböru.

Myndir: facebook / Hafnarfjarðarbær

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið