Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr kafli í kaffihúsamenningu Hafnarfjarðar
Í hjarta Hafnarfjarðar hefur nýtt kaffihús litið dagsins ljós. Staðurinn ber nafnið Barbara og hefur tekið við af Súfistanum og Mánabar. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar að innan þar sem hlýlegir litir og sérvaldir munir skapa einstakt andrúmsloft.
Katla Karlsdóttir, einn eigenda, hefur lagt metnað í að móta rýmið með fallegum muum sem hún hefur fundið víða, meðal annars á nytjamörkuðum. Útkoman er persónuleg og á sama tíma aðdáunarverð.
Við opnunina ríkti töfrandi stemning þar sem troðfullur salur fagnaði nýju kaffihúsi með gleði og tilhlökkun. Fyrsti kaffibollinn á Barböru markaði upphaf nýrrar kafla í kaffihúsamenningu Hafnarfjarðar, sem virðist þegar hafa hlotið góðar viðtökur íbúa og gesta.
Árið 2020 var gert ráð fyrir að breyta húsnæði Súfistans í mathöll með úrval ólíkra matsölustaða. Þær áætlanir gengu hins vegar ekki eftir og hefur húsið nú fengið nýtt líf með tilkomu Barböru.
Myndir: facebook / Hafnarfjarðarbær
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús











