Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr eigandi tekur við Valgeirs bakarí
Jón Rúnar Arilíusson, eigandi Kökulistar í Hafnarfirði, hélt lengi vel að hann væri besti bakarinn á Reykjanesskaganum en skipti um skoðun eftir að hafa kynntist vörunum sem Valgeir í Valgeirs bakarí hefur reitt fram undanfarna áratugi.
Nú eru að verða þau tímamót að Jón tekur við rekstri Valgeirs bakarís í Reykjanesbæ en bakaríið fagnar 45 ára afmæli um þessar mundir.
Á vefnum dv.is segir að við þessar breytingar munu viðskiptavinir Kökulistar í Hafnarfirði fá að kynnast rómuðu sætabrauði Valgeirs bakara og Njarðvíkingar munu kynnast þeirri heilsustefnu sem Kökulist hefur innleitt á síðustu árum, mörgum viðskiptavinum til mikillar ánægju. Áformað er að staðirnir tveir verði sambærilegir og bjóði báðir upp á það sem bæði bakaríin hafa haft fram að færa til þessa.
Hollara sætabrauð og úrval af súrdeigsbrauðum bætist við vöruflóruna
Við fórum út í þessa heilsufæðisstefnu í Kökulist fyrir um 6 árum síðan en fyrirtækið hefur starfað í tæplega 20 ár. Við fórum að baka úr spelti og súrdegi. Fólk er að koma mjög langt að til að sækja þessi brauð til okkar. Við fórum síðan að nota speltið í kökurnar okkar og erum að baka kökur sem innihalda ekkert hvítt hveiti heldur spelt. Við bjóðum til dæmis upp á mjög grófa útgáfu af hjónabandssælunni sem inniheldur ekkert hvítt hveiti né hvítan sykur,
segir Jón í samtali við dv.is, en margt fólk sem er haldið glútenóþoli nýtir sér þessar vörur óspart og þolir þær miklu betur en hefðbundið sætabrauð:
Bæði heilbrigðisstarfsólk og hómópatar hafa verið að senda fólk til okkar. Einstaklingar sem þola illa hefðbundin sætindi þola miklu betur þessar kökur frá okkur. Margir eru með óþol fyrir hvítum sykri og hvítu hveiti og það er gott að geta boðið slíku fólki þennan valkost í sætabrauði.
Þessum vörum munu Njarðvíkingar fá að kynnast við kaup Jóns á Valgeirs bakaríi:
Við ætlum að kynna fyrir Njarðvíkingum og nærsveitungum súrdeigið okkar og þetta holla sætabrauð sem við erum að búa til og jafnframt ætlum við að kynna fyrir Hafnfirðingum þessar rómuðu vörur sem Valgeirs bakarí hefur orðið frægt fyrir, en Valgeir hefur bakað ofan í Njarðvíkinga síðan árið 1970.
Eins og fyrr segir er sætabrauð Valgeirs rómað:
Hann gerir gríðarlega gott sætabrauð, alveg gríðarlega gott. Og það sama gildir um allt hans brauðmeti. Sjö ára dóttir mín sem fékk að bragða kringlu þaðan um daginn sagði við mig í mestu einlægni: Veistu, pabbi, hún er betri en þín.
Bæjarbúum boðið í afmælisveislu Valgeirs bakarís
Helgina 19.–20. desember nk. verður haldið upp á 45 ára afmæli Valgeirs bakarís í Njarðvík. Þá verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og meðlæti til að fagna þessum tvöföldu tímamótum, afmælinu og eigendaskiptunum.
Síðast en ekki síst þá verður kynnt ný veisluþjónusta Valgeirs bakarís sem eflaust verður kærkomin viðbót við veisluþjónustuframboð á svæðinu.

Jón Arelíus er lærður til Konditor kökugerðar í Danmörku og er útskrifaður bakarameistari frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi
Um bakarann
Jón Arelíus er lærður til Konditor kökugerðar í Danmörku og er útskrifaður bakarameistari frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Jón Arelíus starfaði með Kokkalandsliði Íslands um árabil. Á þeim tíma hampaði liðið fjórum sinnum verðlaunum á stórmótum. Þar af tvennum gullverðlaunum á Olympíuleikum og á HM kokkalandsliða.
Hér á heimasíðu Kökulistar eru ítarlegri upplýsingar frá ferli Jóns í faginu.
Á síðunni er einnig nánari upplýsingar um veisluþjónustu Kökulistar, tækfæristertur og fleira.
Greint frá á dv.is.
Myndir: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025








