Vertu memm

Uppskriftir

Nýr djús í boði Hildar Ómarsdóttur

Birting:

þann

Hildur Ómarsdóttir

Hildur Ómarsdóttir

Beetlejuice er djús sem verður í boði á Lemon í janúar. Djúsinn er unninn í samvinnu við Hildi Ómarsdóttur sem heldur úti síðunni hilduromars.is

Þessi djús er ekki nýr af nálinni hjá Hildi, en hún hefur drukkið þennan djús í ansi mörg ár og hann hefur verið einn vinsælasti djúsinn á síðunni hennar hilduromars.is.

„Djúsinn er rosalega hollur, fullur af vítamínum og járni. Hann hefur sérstaklega verið vinsæll hjá ófrískum konum þar sem hann er mjög járnríkur,“

segir Hildur.

Hildur var alin upp sem grænmetisæta en varð vegan á fullorðinsárum. Hún hefur mikinn áhuga á næringu og á síðunni hennar má finna margar frábærar uppskriftir. Hildur hefur drukkið safa í mörg ár,

„Ég drakk til dæmis mikið af þessum safa þegar ég var ófrísk og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort“

segir Hildur og bætir við:

„Mér finnst frábært að kaupa safa hjá Lemon og var það í raun upphaf samstarfs okkar, að ég var ánægður viðskiptavinur. Nýju safapakkarnir sem þau bjóða upp á, Detoxpakki Tobbu og selleríhreinsun Tobbu hafa komið sér vel þegar ég vil spara tíma og auðvelda mér lífið en djús er hluti af minni daglegu rútínu.“

Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðssjóri Lemon:

„Beetlejuice, er járnrík orkubomba stútfullur af vítamínum  og hollustu, einmitt það sem kroppurinn  þarfnast núna. Hann er orðinn fastur liður í morgunrútinunni hjá mér þessa dagana. Við elskum að vinna með Hildi og frábært að fá hana í hóp þeirra frábæru einstaklinga sem við höfum unnið með undanfarin ár.“

Uppskrift

Lemon Beetlejuice

Beetlejuice

Ef þú vilt skella í þennan djús heima þá er uppskriftin þessi:

½ rauðrófa

1 dl frosin hindber

1 dl frosið mango

½ lime

Engifer

klakar

Epli

Aðferð:

Hindber, mango, og klakar eru sett í blandara. Rauðrófa, lime, engifer og epli er sett í safapressu og sett í blandarann og mixað saman.  Úr verður fallegur og góður drykkur.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið