Uppskriftir
Nýr djús í boði Hildar Ómarsdóttur
Beetlejuice er djús sem verður í boði á Lemon í janúar. Djúsinn er unninn í samvinnu við Hildi Ómarsdóttur sem heldur úti síðunni hilduromars.is
Þessi djús er ekki nýr af nálinni hjá Hildi, en hún hefur drukkið þennan djús í ansi mörg ár og hann hefur verið einn vinsælasti djúsinn á síðunni hennar hilduromars.is.
„Djúsinn er rosalega hollur, fullur af vítamínum og járni. Hann hefur sérstaklega verið vinsæll hjá ófrískum konum þar sem hann er mjög járnríkur,“
segir Hildur.
Hildur var alin upp sem grænmetisæta en varð vegan á fullorðinsárum. Hún hefur mikinn áhuga á næringu og á síðunni hennar má finna margar frábærar uppskriftir. Hildur hefur drukkið safa í mörg ár,
„Ég drakk til dæmis mikið af þessum safa þegar ég var ófrísk og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort“
segir Hildur og bætir við:
„Mér finnst frábært að kaupa safa hjá Lemon og var það í raun upphaf samstarfs okkar, að ég var ánægður viðskiptavinur. Nýju safapakkarnir sem þau bjóða upp á, Detoxpakki Tobbu og selleríhreinsun Tobbu hafa komið sér vel þegar ég vil spara tíma og auðvelda mér lífið en djús er hluti af minni daglegu rútínu.“
Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðssjóri Lemon:
„Beetlejuice, er járnrík orkubomba stútfullur af vítamínum og hollustu, einmitt það sem kroppurinn þarfnast núna. Hann er orðinn fastur liður í morgunrútinunni hjá mér þessa dagana. Við elskum að vinna með Hildi og frábært að fá hana í hóp þeirra frábæru einstaklinga sem við höfum unnið með undanfarin ár.“
Uppskrift
Ef þú vilt skella í þennan djús heima þá er uppskriftin þessi:
½ rauðrófa
1 dl frosin hindber
1 dl frosið mango
½ lime
Engifer
klakar
Epli
Aðferð:
Hindber, mango, og klakar eru sett í blandara. Rauðrófa, lime, engifer og epli er sett í safapressu og sett í blandarann og mixað saman. Úr verður fallegur og góður drykkur.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum