Freisting
Nýjasta gerðin frá Hounö ofnunum kynnt

Þetta er dönsk framleiðsla sem hefur verið að þróast síðastliðin 30 ár og var maður svolítið forvitinn hvað þessi gerð byði uppá sem nýjungar.
Kominn var danskur kokkur Rasmus Vingaard Larsen en hans starf er að ferðast um heiminn og kynna kosti ofnsins og þegar afurðir fóru að birtast á borðinu kom strax í ljós að það voru ekki orðin tóm að þarna væri eitthvað spennandi að sjá og upplifa alveg ótrúleg eldun og þó svo að rétturinn væri eldaður og kældur og hitaður svo upp voru gæði hráefnisins betri en eru á boðstólunum á mörgum veitingastöðum borgarinnar.

Meðal þess sem þeir segja að geri ofninn sérstakann:
-
Hann er til í níu mismunandi stærðum 6,8,10,12 16 20 skúffu 1/1 stærð og 10,14 og 20 skúffu í 2/1 stærðinni
-
Hægt er að hafa ofninn í gangi með opna hurð og kemur sér vel í köldum eldhúsum við að hita þau fljótt upp
-
Viftan gengur í báðar áttir
-
Clima Optima rakastýringarkerfið sér til þess að sama rakastig er alltaf í ofnhólfinu óháð raka í vöru
Þessi atriði ásamt öðrum geri þennan ofn alveg samkeppnisfæran við aðra tegundir og þeir sem ætla að fjárfesta í ofni skoðið Hounö ofninn sem mögulegan kost.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Pistlar14 klukkustundir síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Frétt5 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





