Markaðurinn
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
Í vefverslun Ekrunnar má finna fjöldan allan af nýjum vörum sem og vörur frá tveimur nýjum íslenskum birgjum, Fiskur du Nord og Grími kokk.
Framleiðsluaðferðir Fiskur du Nord byggja á aldagömlum vestfirskum hefðum. Ferskur lax eða silungur er verkaður þannig að gæði og bragð er í fremsta flokki. Allt hráefni er sérvalið frá fyrstu hendi og öll flökun, söltun og sneiðing er handunnin. Engin aukaefni önnur en náttúrulegt salt og krydd eru notuð við framleiðsluna. Sannkallað handverk sem tryggir bestu mögulegu gæði og bragð. Vörurnar frá Fiskur du Nord henta mjög vel á morgunverðarhlaðborðið, í mötuneyti fyrirtækja og fyrir veisluþjónustur.
Grímur kokkur er fjölskyldufyrirtæki í fremstu röð hvað varðar framleiðslu á tilbúnum grænmetis- og sjávarréttum. Markmið Gríms kokks er að framleiða fyrsta flokks vöru úr gæðahráefni sem er bæði holl, bragðgóð og fljótleg að framreiða. Vörurnar frá Grími kokk eru tilvaldar í mötuneyti fyrirtækja og skóla af hvaða stærðargráðu sem er.
Kynntu þér nýjustu vörurnar frá þeim og fleirum í vefverslun Ekrunnar hér.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni17 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum