Vertu memm

Markaðurinn

Nýjar vörur og tveir nýir birgjar

Birting:

þann

Ekran logo

Í vefverslun Ekrunnar má finna fjöldan allan af nýjum vörum sem og vörur frá tveimur nýjum íslenskum birgjum, Fiskur du Nord og Grími kokk.

Framleiðsluaðferðir Fiskur du Nord byggja á aldagömlum vestfirskum hefðum. Ferskur lax eða silungur er verkaður þannig að gæði og bragð er í fremsta flokki. Allt hráefni er sérvalið frá fyrstu hendi og öll flökun, söltun og sneiðing er handunnin. Engin aukaefni önnur en náttúrulegt salt og krydd eru notuð við framleiðsluna. Sannkallað handverk sem tryggir bestu mögulegu gæði og bragð. Vörurnar frá Fiskur du Nord henta mjög vel á morgunverðarhlaðborðið, í mötuneyti fyrirtækja og fyrir veisluþjónustur.

Grímur kokkur er fjölskyldufyrirtæki í fremstu röð hvað varðar framleiðslu á tilbúnum grænmetis- og sjávarréttum. Markmið Gríms kokks er að framleiða fyrsta flokks vöru úr gæðahráefni sem er bæði holl, bragðgóð og fljótleg að framreiða. Vörurnar frá Grími kokk eru tilvaldar í mötuneyti fyrirtækja og skóla af hvaða stærðargráðu sem er.

Kynntu þér nýjustu vörurnar frá þeim og fleirum í vefverslun Ekrunnar hér.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið frettir@veitingageirinn.is og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar