Vertu memm

Freisting

Nýjar áherslur á Fernando´s

Birting:

þann

Sveinn Steinsson
Sveinn Steinsson hefur verið ráðinn á Fernando´s

Veitingastaðurinn Fernando´s á Ísafirði kemur með nýjar áherslur í starfsemi staðarins. „Við höfum fengið til okkar Svein Steinsson sem hefur verið að læra í Perlunni og með honum koma nýjar áherslur og ný brögð.

Við stefnum á að kynna nýjan matseðil um miðjan mánuð. Annars gengur mjög vel hjá okkur og við erum mjög bjartsýnir á framhaldið“, segir Guðjón Þorsteinsson, hjá Fernando´s. Meðal nýjunga er myndvarpi og tjald sem tekin voru í notkun í sumar og fjölmenna íþróttaáhugamenn á staðinn til að horfa saman á hina ýmsu viðburði. Þá fer til að mynda getraunaleikur HSV fram á staðnum á hverjum laugardegi.

„Við höfum verið að sýna enska boltann en ætlum að sýna alla þá íþróttaviðburði sem fólk hefur áhuga á að horfa. Svo er einnig hægt að nýta myndvarpann við fundarhöld og í barnaafmælum“, segir Gaui. Auk reksturs veitingastaðarins hafa starfsmenn hans tekið að sér að sjá um ýmsar veislur. „Það er ekkert of stórt eða lítið fyrir okkur. Við höfum séð um allt frá 300 manna veislum út í bæ til 10 manna veislur á staðnum.“

Nú styttist óðum í jólahlaðborðavertíðina og ætlar Fernando´s að taka þátt í henni en boðið var upp á þau í fyrsta sinn á staðnum í fyrra. „Jólahlaðborðin gengu mjög vel hjá okkur í fyrra og við ætlum að bjóða upp á þau aftur í ár. Þá hafa einnig tapashlaðborðin okkar slegið í gegn og við munum kynna þau betur þegar líða fer á veturinn.“

Fyrirtækið Vinaminni eigandi Fernando´s hefur einnig rekið matsölustaðinn Thai Koon í rúmt ár, en þar er boðið er upp á tælenska rétti auk þess sem seldar eru vörur til austurlenskrar matargerðar. „Thai Koon gengur glimrandi vel og þar er ekki fyrirhugað að gera neinar breytingar þar sem viðskiptavinirnir vilja hafa hina klassísku rétti. Við höfum þó prófað að bjóða af og til einnig upp á indverska rétti sem hafa vakið mikla lukku.“

Greint frá á Vestfirska fréttavefnum bb.is

Mynd: bb.is | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið