Vertu memm

Freisting

Nýir vefir

Birting:

þann

Vefsíðurnar www.veitingastadir.is og www.restaurants.is eru tveir nýir og spennandi vefmiðlar. Vefsíðurnar eru þær einu sem bæði innihalda nær alla veitingastaði á Íslandi og gera notendum kleift að leita á þægilegan hátt í þessum lista af veitingastöðum.

www.veitingastadir.is er ætluð sem heildarlausn fyrir Íslendinga, bæði einstaklinga og fyrirtæki, í leit að góðum matsölustað.

www.restaurants.is er ætluð ferðaskrifstofum, erlendum ferðamönnum og útlendingum búsettum á Íslandi í leit að góðum matsölustað.

Síðurnar voru fyrst og fremst hannaðar með það að leiðarljósi að auðvelt og fljótlegt yrði að finna veitingastaði við hæfi hvers og eins. Þannig er auðvelt að leita og flokka leitarniðurstöður eftir tegund staðar, matargerð, staðsetningu, verði og ýmsum aukavalkostum eins og hvort mynd fylgi staðnum á síðunni. Auk þess er hægt að leita eftir stöðum sem bjóða uppá heimsendingu og “take-away”. Veitingastaðir sem að bjóða uppá mateseðla á Internetinu eða eru með borðapöntun á netinu eru einnig merktir sérstaklega.

Á síðunum er opið álitskerfi þar sem notendur geta komið á framfæri áliti sínu á veitingastöðum byggðu á eigin reynslu. Þetta gerir öðrum notendum auðveldara að velja þá veitingastaði sem eru að fá góðar umsagnir frá notendum. Einnig er hægt að skoða ferskar uppskriftir á íslensku sem og á ensku, lesa umsagnir sérfræðinga og skoða myndaalbúm veitingastaða svo lítið eitt sé nefnt. Síðurnar eru alltaf með skemmtilega leiki á í hverri viku og gefa fjöldan allan af gjafakortum á veitingastaði.

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið