Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir eigendur og rekstraraðilar í Hreðavatnsskála – Kaupverð er 86 milljónir króna
Síðastliðinn föstudag var gengið frá sölu á hinum rótgróna Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Lítil starfsemi hefur verið í húsunum síðustu árin en nú verður breyting þar á.
Sjá einnig:
Norðurfjörður | Lokakafli | Malarkaffi og Hreðavatnsskáli | Veitingarýni
Kaupendur eru ungt par sem býr og starfar í sveitinni, þau Adam Logi og Hera Jóhannsdóttir. Hreðavatnsskáli er á fjögurra hektara eignarlandi en auk veitingaskálans er gistihús á lóðinni, tankar fyrir eldsneyti fylgja fasteigninni og í brekkunni ofan við skálann er íbúðarhús og tvö sumarhús.
Aðspurð segja þau Adam og Hera að kaupverðið sé 86 milljónir króna og sé það ásættanlegt verð í ljósi þess að framundan eru töluvert miklar lagfæringar á húsum með það fyrir augum að þar verði hægt að opna veitingastað og gistiþjónustu í sumar.
Unga fólkið mun sjálft ekki reka skálann en það munu hins vegar foreldrar Heru gera, þau Brynja Brynjarsdóttir og Jóhann Harðarson, ferðaþjónustubændur á Hraunsnefi sveitahóteli.
„Við stefnum ótrauð á að opna hér veitingasölu, nýlenduvöruverslun og hostel 16. júní í sumar. Þann dag verða rétt 16 ár frá því við tókum á móti fyrstu næturgestunum á Hraunsnefi sveitahóteli,“
segir Brynja í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd úr safni, tekin árið 2014 / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






