Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir eigendur Fjöruborðsins á Stokkseyri
Á morgun 1. febrúar verða breytingar á rekstri Fjöruborðsins á Stokkseyri, en félagið Humar & Skel ehf. hefur keypt reksturinn af Flóð & Fjöru ehf sem hefur verið í eigu Róberts Ólafssonar matreiðslumeistara undanfarin 8 ár.
Humar & Skel er í eigu þeirra Péturs Viðars Kristjánssonar sem starfað hefur á Fjöruborðinu undanfarin 9 ár, bæði sem vaktstjóri í sal, eldhúsi og nú síðast sem rekstrarstjóri veitingastaðarins og Eiríks Þórs Eiríkssonar matreiðslumanns sem verið hefur yfirmatreiðslumaður staðarins undanfarin 5 ár.
Rekstur Fjöruborðsins hefur gengið vel síðustu ár og gestir staðarins hefur verið yfir 40.000 í mörg ár í röð. Ég óska þeim góðs gengis og hvet alla til að vera áfram dugleg að heimsækja þá, enda einstakir fagmenn á ferð sem ég hef verið svo lánsamur að vinna með undanfarin ár
, segir Róbert Ólafsson.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir