Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir eigendur Fjöruborðsins á Stokkseyri
Á morgun 1. febrúar verða breytingar á rekstri Fjöruborðsins á Stokkseyri, en félagið Humar & Skel ehf. hefur keypt reksturinn af Flóð & Fjöru ehf sem hefur verið í eigu Róberts Ólafssonar matreiðslumeistara undanfarin 8 ár.
Humar & Skel er í eigu þeirra Péturs Viðars Kristjánssonar sem starfað hefur á Fjöruborðinu undanfarin 9 ár, bæði sem vaktstjóri í sal, eldhúsi og nú síðast sem rekstrarstjóri veitingastaðarins og Eiríks Þórs Eiríkssonar matreiðslumanns sem verið hefur yfirmatreiðslumaður staðarins undanfarin 5 ár.
Rekstur Fjöruborðsins hefur gengið vel síðustu ár og gestir staðarins hefur verið yfir 40.000 í mörg ár í röð. Ég óska þeim góðs gengis og hvet alla til að vera áfram dugleg að heimsækja þá, enda einstakir fagmenn á ferð sem ég hef verið svo lánsamur að vinna með undanfarin ár
, segir Róbert Ólafsson.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir