Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir eigendur að gistiheimilinu Einarshús
Eigendur Litla gistihússins á Ísafirði þau Benedikt Sigurðsson, Fjóla Bjarnadóttir, Anna Björg Petersen og Magnús Pálmi Örnólfsson hafa keypt hið sögufræga hús Einarshús í Bolungarvík.
Glæsilegar innréttingar í sveitastíl
Einarshúsið býður upp á 6 herbergi og er hvert herbergi með setusvæði og kyndingu og baðherbergisaðstaðan er sameiginleg ásamt útiverönd þar sem hægt er að snæða morgunverð og hádegisverð.
Einfaldur matseðill er á boðstólnum og girnilegur að sjá:
Réttur dagsins, súpa og kaffi
spurðu þjóninn
2750 kr.
Forréttir
Súpa dagsins
950 kr.
Kjúklingasalat
kjúklingur, brauðteningar, rauðri papriku, salat og sósa
1300 kr.
Sjávarréttasúpa
karry- og kókossúpa með blönduðu sjávarfangi
1200 kr.
Aðalréttir
Saltfiskur
hvítlauksristað smælki og gulrótarmauk
3100 kr.
Koli
kremað byggsalat með kryddjurtaolíu
2900 kr.
Lamba“rillet“ samloka
salat, rauðlaukssulta, heimagerð bbq sósa, ostur og sætkartöflufranskar
2900 kr.
Kjúklingasalat
kjúklingur, brauðteningar, rauðri papriku, salat og sósa
2500 kr.
Eftirréttir
Hvít súkkulaðiskyrmús
með bláberjum, hafra og kókosmulning
650 kr.
Kokos- súkkulaði kaka
með þeyttum rjóma
650 kr.
Tertusneið
650 kr.
Eigendur stefna á að halda óbreyttu sniði og verið hefur, bjóða upp á fyrsta flokks gistingu, matsölu og framúrskarandi þjónustu.
„Fengum lyklana þann 1. apríl, nákvæmlega á sama degi og fyrir 80 árum þegar Einar Guðfinnsson tók við lyklavöldum, þann 1. apríl 1936. Við erum fyrst og fremst stolt og munum reka þetta hús af virðingu og myndarskap.“
segir í tilkynningu frá eigendum.
Myndir: einarshusid.is og guesthouselitla.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir