Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir eigendur að gistiheimilinu Einarshús
Eigendur Litla gistihússins á Ísafirði þau Benedikt Sigurðsson, Fjóla Bjarnadóttir, Anna Björg Petersen og Magnús Pálmi Örnólfsson hafa keypt hið sögufræga hús Einarshús í Bolungarvík.
Glæsilegar innréttingar í sveitastíl
Einarshúsið býður upp á 6 herbergi og er hvert herbergi með setusvæði og kyndingu og baðherbergisaðstaðan er sameiginleg ásamt útiverönd þar sem hægt er að snæða morgunverð og hádegisverð.
Einfaldur matseðill er á boðstólnum og girnilegur að sjá:
Réttur dagsins, súpa og kaffi
spurðu þjóninn
2750 kr.
Forréttir
Súpa dagsins
950 kr.
Kjúklingasalat
kjúklingur, brauðteningar, rauðri papriku, salat og sósa
1300 kr.
Sjávarréttasúpa
karry- og kókossúpa með blönduðu sjávarfangi
1200 kr.
Aðalréttir
Saltfiskur
hvítlauksristað smælki og gulrótarmauk
3100 kr.
Koli
kremað byggsalat með kryddjurtaolíu
2900 kr.
Lamba“rillet“ samloka
salat, rauðlaukssulta, heimagerð bbq sósa, ostur og sætkartöflufranskar
2900 kr.
Kjúklingasalat
kjúklingur, brauðteningar, rauðri papriku, salat og sósa
2500 kr.
Eftirréttir
Hvít súkkulaðiskyrmús
með bláberjum, hafra og kókosmulning
650 kr.
Kokos- súkkulaði kaka
með þeyttum rjóma
650 kr.
Tertusneið
650 kr.
Eigendur stefna á að halda óbreyttu sniði og verið hefur, bjóða upp á fyrsta flokks gistingu, matsölu og framúrskarandi þjónustu.
„Fengum lyklana þann 1. apríl, nákvæmlega á sama degi og fyrir 80 árum þegar Einar Guðfinnsson tók við lyklavöldum, þann 1. apríl 1936. Við erum fyrst og fremst stolt og munum reka þetta hús af virðingu og myndarskap.“
segir í tilkynningu frá eigendum.
Myndir: einarshusid.is og guesthouselitla.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays

















