Markaðurinn
Nýir eigendur á Eðalfiski
Brimilshólmi frá Akranesi hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Eðalfiskur ehf. og tekið við rekstri félagsins.
Eðalfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum þar sem stór hluti afurða fyrirtækisins er seldur á erlendum mörkuðum. Jafnframt eru þessar afurðir vinsælar á innanlandsmarkaði ásamt reyktum silungi, reyktri Egilssíld og Eðal graflaxsósu.
„Á bak við Brimilshólma, sem kaupir Eðalfisk, er öflugur hópur sem er að veðja á framtíðarsýn til sóknar á erlendum markaði og við höfum mikla trú á tækifærum á innanlandsmarkaði. Við sjáum tækifæri hollu mataræði og aukinni fiskneyslu og viljum styðja við viðskiptavini okkar og skapa þeim virði í sinni starfsemi. Þetta er sami hópur og kom að kaupum á Norðanfiski ehf. á síðasta ári sem er líka traust og gott félag sem þjónustar stóreldhús, verslanir og veitingastaði á innanlandsmarkaði. Ég vil þakka eigendum Eðalfisks fyrir faglega vinnu í þessu söluferli.“
segir Inga Ósk Jónsdóttir fyrir hönd Brimilshólma.
„Rekstur Eðalfisks á sér langa og farsæla sögu í Borgarnesi sem við erum stolt af og við fögnum því að kaupendur séu öflugur hópur og höfum við fulla trú að félagið muni halda áfram að vaxa og dafna með nýjum eigendum.“
segir Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri og einn núverandi eigenda Eðalfisks.
Ráðgjafar kaupenda í ferlinu voru KPMG og Benedikt Bogason hjá Nordik Legal og fyrir hönd seljanda Kjartan Jónsson og Ólafur Steinarsson.
Mynd: aðsend
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni4 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Frétt2 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…