Markaðurinn
Nýir eigendur á Eðalfiski
Brimilshólmi frá Akranesi hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Eðalfiskur ehf. og tekið við rekstri félagsins.
Eðalfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum þar sem stór hluti afurða fyrirtækisins er seldur á erlendum mörkuðum. Jafnframt eru þessar afurðir vinsælar á innanlandsmarkaði ásamt reyktum silungi, reyktri Egilssíld og Eðal graflaxsósu.
„Á bak við Brimilshólma, sem kaupir Eðalfisk, er öflugur hópur sem er að veðja á framtíðarsýn til sóknar á erlendum markaði og við höfum mikla trú á tækifærum á innanlandsmarkaði. Við sjáum tækifæri hollu mataræði og aukinni fiskneyslu og viljum styðja við viðskiptavini okkar og skapa þeim virði í sinni starfsemi. Þetta er sami hópur og kom að kaupum á Norðanfiski ehf. á síðasta ári sem er líka traust og gott félag sem þjónustar stóreldhús, verslanir og veitingastaði á innanlandsmarkaði. Ég vil þakka eigendum Eðalfisks fyrir faglega vinnu í þessu söluferli.“
segir Inga Ósk Jónsdóttir fyrir hönd Brimilshólma.
„Rekstur Eðalfisks á sér langa og farsæla sögu í Borgarnesi sem við erum stolt af og við fögnum því að kaupendur séu öflugur hópur og höfum við fulla trú að félagið muni halda áfram að vaxa og dafna með nýjum eigendum.“
segir Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri og einn núverandi eigenda Eðalfisks.
Ráðgjafar kaupenda í ferlinu voru KPMG og Benedikt Bogason hjá Nordik Legal og fyrir hönd seljanda Kjartan Jónsson og Ólafur Steinarsson.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu