Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nýi yfirkokkurinn á Haust hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir í matargerðarlistinni

Birting:

þann

Jónas Oddur Björnsson

Jónas Oddur Björnsson

Á veitingastaðnum Haust á Fosshóteli, Reykjavík er nýlega tekinn til starfa sem yfirkokkur hinn eftirsótti Jónas Oddur Björnsson. Hann hefur starfað á Michelin-stöðum bæði í Frakklandi og Kaupmannahöfn og hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir í matargerðarlistinni.

Jónas hefur að eigin sögn mjög gaman af tilraunum en ein af þeim er svarti hvítlaukurinn sem þegar hefur borið hróður hans víða. Hvítlaukurinn er eldaður í 30 daga við mjög lágan hita og margir ganga svo langt að segja að í svarta hvítlauknum hafi Jónasi Oddi tekist að ná fram hinu ljúffenga umami, bragði sem er sætt, salt, beiskt og súrt í senn, eins konar fimmta bragðskynjunin.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á visir.is með því að smella hér.

 

Mynd: haustrestaurant.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið