Vertu memm

Pistlar

NYC Popup atburðarrás

Birting:

þann

Dagur 1.
Byrjuðum á því að skella okkur í flugvélina og blanda okkur Negroni yfir Grænlandi, basic. Svo komum við okkur vel fyrir á hótelinu þar við byrjuðum að taka uppúr tösku og gera allan búnað tilbúin. Eftir það fórum við á Boilermaker í börger og bjór að það er einn staðurinn þar sem við vorum með popup. Örugglega einn besti börger sem ég hef fengið… Ákváðum að kíkja á nokkra staði fyrst að nokkrir klukkutímar voru eftir af kvöldinu. Byrjuðum á Dead Rabbit sem er nr. 5 besti bar í heimi þar sem við fengum frábærlega góða Irish Coffee.

Næsta skref var Blacktail en það kokteilstaður í anda Kúbu með svaka innréttingum og mjög bragðgóðum kokteilum. Jesse Vida sem er fyrverandi yfirbarþjónn Dead Rabbit en núna yfirbarþjónn á Blacktail er gamall vinur okkar. Hann náði að redda okkur inn á báða staði. Eftir Blacktail sögðu við það gott þetta kvöldið, náttúrulega stór dagur daginn eftir.

Dagur 2.
Vöknuðum snemma til að fara í Chinatown í smá verslunarleiðangur.
Byrjuðum á að finna kínverska eldhúsáhaldabúð þar sem við versluðum cleavers eða kjötaxir. Við notum þær t.d. í að skera klakann okkar sem við notum síðan í kokteila. Fengum okkur að borða svo hittum við á Joe Spiegel, en hann sér um að flytja inn íslenskt Brennivín til Bandaríkjanna. Fórum með honum upp á fyrsta popup stað sem heitir Jupiter Disco. Hann er í Brooklyn í drungalegu hverfi. Væri hægt að líkja þessum stað við Cantina úr star wars. Mjög lág lýsing með undarlegum ljósum og skjáum, það vantaði bara geimverurnar.

Þar lékum við listir okkar og bjuggum til kokteila handa ýmsu veitingarbransa liði sem mætti á svæðið. Eftir það ákváðum við að kíkja á Employees Only sem er víðfrægur bar um allan heim og líka nr. 37 besti bar heims. Gáfum þeim eitt stykki Cleaver að gjöf sem þeir tóku vel í. Ákváðum eftir það að segja það gott og fórum í háttinn.

Dagur 3.
Tókum smá svefn eftir langan dag. Fórum beint aftur í Chinatown að kaupa annan cleaver því við gáfum einn fyrr um nóttina. Leituðum af mest kínverska stað sem sem þú getur ímyndað þér og held að við höfum fundið hann. Borðuðum allskonar hluti milli himins og jarðar sem var spennandi. Tókum dágóðan labbitúr um Manhattan þar sem við náðum góðu myndefni hér og þar fyrir smá documentary sem við vorum að búa til í leiðinni. Eftir það var haldið á næsta popup stað sem heitir Maiden Lane sem er sjávarveitingahús og bar í East Village. Þar voru allskonar veitingar og nóg af brennivíni! Hittum mikið af allskonar liði úr bransanum.

Eftir það slóumst við í för með nokkrum vinum og bransafólki til PDT sem stendur fyrir Please Don’t Tell en það er falinn bar þar sem þú þarft að fara í gegnum pulsubúð og svo símaklefa til að komast inn. Eftir að hafa fengið okkur gómsætar pulsur og kokteila fórum við með liðinu á Tiki-bar sem er staðsettur miðsvæðis í Manhattan, fengum okkur nokkra drykki þar og keyrðum síðan til City island sem er partur af Bronxinu þar sem Justin Briggs bauð okkur í heimsókn. Hann semsagt vinnur hjá dreifiaðila Brennivíns í New York. Hann bauð okkur í heimsókn þar sem hann a eitt strærsta prívat Mezcal úrval sem ég hef séð! Eftir að hafa smakkað dágóðan skammt af Mezcali ákváðu við að taka boði frá Justin og gista.

Dagur 4.
Vöknuðum ferskir og tókum bíl tilbaka niður í Manhattan. Fengum okkur vængi á sjúskuðum Irish pub þar sem við spiluðum Jenga í góðu gamani. Fórum heim og útbjuggum pakka til að posta á samskiptamiðlanna. Tókum 2 stundir í að slaka á og ná upp orku fyrir næsta popup það kvöld sem var á Boilermaker. Boilermaker er bara hinum megin í götunni hjá hótelinu þannig að það er létt að komast. Byrjuðum á sama comboi og fyrsta daginn og svo keyrðum við þetta í gang! Vorum heppnir að fá mikið mikilvægu bransafólki þetta kvöld en meðal annars Greg Bohem sem er eigandi Boilermaker og líka Cocktail Kingdom sem er án efa virtasta baráhaldafyrirtæki í heiminum. Blöndum slatta af kokteilum og var mega gaman! Einnig lét Trevor Schneider sjá sig en hann er Brand Ambassador fyrir Reyka Vodka og er núna tilnefnur fyrir besti Brand Ambassador í Bandaríkjunum á Tales of the Cocktail sem er ein stærsta kokteilhátíð í heiminum.

Við Joe, Akira og ég héldum síðan leið okkar á Holiday Cocktail Lounge sem er þekktur staður fyrir veitingabransafólk að hittast og sletta úr klaufunum! Fengum okkur nokkra drykki þar í góðum fýling. Klukkan var orðin seint eða í kringum 4 um nótt og ákváðum við þá að fá okkur smá bita á úkraínskum veitingastað sem er opin 24/7. Fólk var bara casually að fá sér að borða klukkan fjögur um nóttu, frekar fyndið.

Dagur 5.
Heimkoma, Hittum B.Q. sem er einnnnj gaurinn sem við vorum búnir að hanga með en mættum honum á Mother’s ruin sem er Bransastaður í grendinni við hótelið okkar. Þennan dag var grenjandi rigning eftir mjög sólríka daga á undan. Stöldruðum við á barnum þar sem við fengum okkur mexíkóskan bjór með hot sauce, undarlega gott á bragðið. Tókum taxa uppá völl og forum heim! Þetta var svo sannarlega æðisleg ferð, hittum mikið af fólki og lærðum mikið. Takk fyrir okkur NYC!

Vídeó

NYC Popup BIO:

“Eftir að við á Pablo Discobar unnum besti bar ársins á Reykjavik cocktail weekend langaði okkur að gera eitthvað fyrir utan landsteinanna.  Okkur langar að sýna restinni af heiminum hvað íslenskt gestrisni og kokteilar hafa uppá bjóða.  Eftir að hafa farið til Tallinn, Boston og Miami ákváðum við að skella okkur til New York sem er talin vera höfuðborg kokteila í heiminum.
Concepeptið er að búa til litla Pablo Discobar á öðrum börum útí heimi, þetta fyrirbæri köllum við semsagt popup.

Við setjum upp okkar seðil og komum með alls konar props svo að gestir fái Pablo stemningu beint í æð!

Við vorum með 3 popup á 3 dögum í New York, Jupiter Disco sem er frægur og skemmtilegu Discobar í Brooklyn, Maiden Lane sem er sjávarveitingahús með kokteilum og Boilermaker sem er í eigu hins eins sanna Greg Bohem sem er á líka t.d. Cocktail Kingdom sem frægasta og virtasta baráhalda fyrirtæki í heiminum.

Okkar markmið með öllu þessu saman er að komast á stall meðal bestu börum heims, það gæti verið langsótt en það er draumur hvers og eins starfsmans á Pablo Discobar!

Höfundur: Teitur Ridderman Schiöth

Fleira tengt efni:

Pablo Discobar með PopUp í New York

Pablo Discobar er Besti Kokteilbar ársins 2017

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið