Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýársfagnaður SKG veitinga á Ísafirði
Nýársfagnaður SKG veitinga verður haldinn laugardaginn 7. janúar. Á undanförnum árum hafa matreiðslumenn SKG-veitinga boðið gestum sínum rétti sem sjaldgæfir eru á matseðlum veitingahúsa.
Meðal annars hafa þeir föndrað við akurhænur og dádýr. Á matseðlinum árið 2006 eru að vanda mjög forvitnilegir réttir.
Má þar nefna önd oranges með kartöfluköku, sellerírótarkremi og fáfnisgrassoðkjarna, marineraðir ávextir með stökkum kryddbrauðsteningum og ástríðualdinfrauði og mesta athygli vekur kengúrukjöt með brasseruðu jólasalati og steinseljurótarmauki.
Matreiðslumeistari kvöldsins verður Bolvíkingurinn Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari á Hótel Holti og Norðurlandameistari í Norrænu nemakeppni árið 2004. Veislustjóri verður Ólína Þorvarðardóttir og Halldór Smárason seiðir fram ljúfa tóna yfir borðhaldinu. Þá mun stórsöngvarinn Bjarni Arason syngja fyrir veislugesti og Baldur og Margrét leika fyrir dansi fram á nótt.
– Matseðill –
Fordrykkur og lystauki
Kengúra með brasseruðu jólasalati og steinseljurótarmauki
Sítrónugrafin lúða með lárperu og sultuðum fennel
Önd oranges með kartöfluköku, sellerírótarkremi og fáfnisgrassoðkjarna
Marineraðir ávextir með stökkum kryddbrauðsteningum og ástríðualdinfrauði
Súkkulaði tart með kókos parfait
Kaffi og heima gert konfekt
Verð á mann er kr. 8.500,-
Einnig er boðið upp á glas af sérvöldum vínum með hverjum rétti.
Verð á kvöldverði með vínum kr. 12.500,-
Heimild:
Skg.is
bb.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?





