Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýársfagnaður SKG veitinga á Ísafirði
Nýársfagnaður SKG veitinga verður haldinn laugardaginn 7. janúar. Á undanförnum árum hafa matreiðslumenn SKG-veitinga boðið gestum sínum rétti sem sjaldgæfir eru á matseðlum veitingahúsa.
Meðal annars hafa þeir föndrað við akurhænur og dádýr. Á matseðlinum árið 2006 eru að vanda mjög forvitnilegir réttir.
Má þar nefna önd oranges með kartöfluköku, sellerírótarkremi og fáfnisgrassoðkjarna, marineraðir ávextir með stökkum kryddbrauðsteningum og ástríðualdinfrauði og mesta athygli vekur kengúrukjöt með brasseruðu jólasalati og steinseljurótarmauki.
Matreiðslumeistari kvöldsins verður Bolvíkingurinn Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari á Hótel Holti og Norðurlandameistari í Norrænu nemakeppni árið 2004. Veislustjóri verður Ólína Þorvarðardóttir og Halldór Smárason seiðir fram ljúfa tóna yfir borðhaldinu. Þá mun stórsöngvarinn Bjarni Arason syngja fyrir veislugesti og Baldur og Margrét leika fyrir dansi fram á nótt.
– Matseðill –
Fordrykkur og lystauki
Kengúra með brasseruðu jólasalati og steinseljurótarmauki
Sítrónugrafin lúða með lárperu og sultuðum fennel
Önd oranges með kartöfluköku, sellerírótarkremi og fáfnisgrassoðkjarna
Marineraðir ávextir með stökkum kryddbrauðsteningum og ástríðualdinfrauði
Súkkulaði tart með kókos parfait
Kaffi og heima gert konfekt
Verð á mann er kr. 8.500,-
Einnig er boðið upp á glas af sérvöldum vínum með hverjum rétti.
Verð á kvöldverði með vínum kr. 12.500,-
Heimild:
Skg.is
bb.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!