Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný vídd í skyndibitamenningu Íslendinga
Skyndibitastaðurinn Kokkur á Höfn í Hornafirði hóf nú á dögunum sölu á ekta Humarsúpu beint í bílinn, þar að segja í gegnum lúgu staðarins.
Þeir bræður Jón Sölvi og Valgeir Ólafssynir opnuðu staðinn í nóvember síðastliðnum og voru gæðamál þeim hugleikinn frá upphafi, en Jón Sölvi sem er lærður matreiðslumaður hefur nokkura ára reynslu frá veitingastöðum höfuðborgarinnar.
Eitt þekktasta hráefni frá Höfn er Humar og fór strax að myndast viss hugmynd hjá bræðrunum um að laga Humarsúpu til að selja á staðnum, beint í bílinn eins og áður var sagt, og fóru þeir fljótlega í samstarf við Matís www.matis.is en þeirra framlag var ráðgjöf og hönnunarvinna, og nú er afurðin kominn í sölu hjá þeim félögum á Kokkinum á Höfn.
Og er óhætt segja að þeir fagmenn sem að komu að forvinnunni hafi staðið undir væntingum, logo, ílát og aðaldæmið súpan sjálf bera merki þess þegar fagfólk fær að njóta sín til hins ýtrasta, þá stendur ekki á árangrinum, og getur undirritaður staðfest að það er ferðarinnar virði að fara til Hafnar að smakka á súpunni
Ekki þarf að taka fram að notast er við staðbundið hráefni í Súpuna.
Frábær hugmynd, haldið áfram, hver veit hvar þetta endar.
PS. Verður á næstunni hægt að fá tvíréttað í lúgunni á Bísanum, www.fljottoggott.is ekki viljum við á malbikinu vera minni menn.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi






