Frétt
Ný stjórn Landsliðs Kjötiðnaðarmanna stofnuð
Fjölmennt var á stofnfundi landsliðs íslenskra kjötiðnaðarmanna sem haldinn var í gær á Stórhöfða 31 í húsakynnum Matvís.
Á fundinum var kosin stjórn, sem kemur til með sjá um allt utanumhald í kringum landsliðið og einnig var farið yfir drög af lögum landsliðsins.
Í stjórn eru kjötiðnaðarmeistararnir:
- Jóhannes Geir Númason – Formaður
- Sigmundur G. Sigurjónsson
- Dagur Pálsson
- Sigurður Halldórsson
- Steinar Þórarinsson
- Stefán Einar Jónsson
- Rúnar Ingi Guðjónsson
Einnig var kosið í fjármálaráð en í því eru Halldór Jökull Ragnarsson, Sigurður Finnur Kristjánsson, Guðráður G. Sigurðsson og Hreiðar Stefánsson.
Fyrsta markmið landsliðsins er að taka þátt í WBC sem er heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sacramento í Bandaríkjunum í september árið 2020.
Fjölmargir hafa lýst yfir áhuga á að gerast meðlimir landsliðsins og verður liðið kynnt síðar. Landsliðið mun skipa 6 manns og í heimsmeistarakeppninni fær hvert lið 3 klukkutíma og 15 mínútur til að úrbeina og útbúa vörur úr ½ svínaskrokk, ½ nautaskrokk, einum lambaskrokk og 5 kjúklingum.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Valkyrjan lokar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hverjir skutla matnum þínum heim? Alþjóðleg könnun veitir innsýn í líf og störf sendla sem starfa fyrir Wolt á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Sónó flytur út og Plantan flytur inn
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Lagterta – Uppskrift
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Jólaborgarinn seldist upp