Freisting
Ný sælkeraverslun með vörur beint frá bóndanum

Freisting.is er einn af þeim notendum sem að heildsölufyrirtækið Vín og Matur sendir fréttabréf til, en margir hverjir ættu að kannast við það ágæta fjölskyldufyrirtæki sem að hjónin Arnar og Rakel reka af mikilli ástríðu.
Í nýjasta fréttabréfi frá þeim, kemur fram að þau ætli sér að opna litla verslun sem kemur til með að vera með íslenskar sveitavörur í boði.
Verslunin hefur fengið nafnið Frú Lauga Bændamarkaður og verður við Laugalæk 6 í Reykjavík (við hliðina á ísbúðinni).
Á boðstólnum verður eins og áður sagði sveitavörur og eru þær beint frá bóndanum, t.a.m. grænmeti, kjöt af ýmsu tagi, ís, sólþurrkaður þorskur, skelfiskur, bleikja svo eitthvað sé nefnt.
Þau hjónin fóru í rannsóknarleiðangur um landið nú fyrir stuttu og ræddu meðal annars við bændur og allskyns framleiðendur, en hægt er að skoða myndir frá ferðalagi þeirra með því að smella hér. Áætlaður opnunartími er í byrjun ágúst næstkomandi.
Freisting.is ætlar að fylgjast vel með gangi mála við undirbúning og opnun sælkeraverslunarinnar og flytja ykkur fréttir um leið og þær berast.
Heimasíða: www.frulauga.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





