Freisting
Ný sælkeraverslun með vörur beint frá bóndanum

Freisting.is er einn af þeim notendum sem að heildsölufyrirtækið Vín og Matur sendir fréttabréf til, en margir hverjir ættu að kannast við það ágæta fjölskyldufyrirtæki sem að hjónin Arnar og Rakel reka af mikilli ástríðu.
Í nýjasta fréttabréfi frá þeim, kemur fram að þau ætli sér að opna litla verslun sem kemur til með að vera með íslenskar sveitavörur í boði.
Verslunin hefur fengið nafnið Frú Lauga Bændamarkaður og verður við Laugalæk 6 í Reykjavík (við hliðina á ísbúðinni).
Á boðstólnum verður eins og áður sagði sveitavörur og eru þær beint frá bóndanum, t.a.m. grænmeti, kjöt af ýmsu tagi, ís, sólþurrkaður þorskur, skelfiskur, bleikja svo eitthvað sé nefnt.
Þau hjónin fóru í rannsóknarleiðangur um landið nú fyrir stuttu og ræddu meðal annars við bændur og allskyns framleiðendur, en hægt er að skoða myndir frá ferðalagi þeirra með því að smella hér. Áætlaður opnunartími er í byrjun ágúst næstkomandi.
Freisting.is ætlar að fylgjast vel með gangi mála við undirbúning og opnun sælkeraverslunarinnar og flytja ykkur fréttir um leið og þær berast.
Heimasíða: www.frulauga.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





