Freisting
Ný sælkeraverslun með vörur beint frá bóndanum

Freisting.is er einn af þeim notendum sem að heildsölufyrirtækið Vín og Matur sendir fréttabréf til, en margir hverjir ættu að kannast við það ágæta fjölskyldufyrirtæki sem að hjónin Arnar og Rakel reka af mikilli ástríðu.
Í nýjasta fréttabréfi frá þeim, kemur fram að þau ætli sér að opna litla verslun sem kemur til með að vera með íslenskar sveitavörur í boði.
Verslunin hefur fengið nafnið Frú Lauga Bændamarkaður og verður við Laugalæk 6 í Reykjavík (við hliðina á ísbúðinni).
Á boðstólnum verður eins og áður sagði sveitavörur og eru þær beint frá bóndanum, t.a.m. grænmeti, kjöt af ýmsu tagi, ís, sólþurrkaður þorskur, skelfiskur, bleikja svo eitthvað sé nefnt.
Þau hjónin fóru í rannsóknarleiðangur um landið nú fyrir stuttu og ræddu meðal annars við bændur og allskyns framleiðendur, en hægt er að skoða myndir frá ferðalagi þeirra með því að smella hér. Áætlaður opnunartími er í byrjun ágúst næstkomandi.
Freisting.is ætlar að fylgjast vel með gangi mála við undirbúning og opnun sælkeraverslunarinnar og flytja ykkur fréttir um leið og þær berast.
Heimasíða: www.frulauga.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





