Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný heimasíða í veitingabransanum slær í gegn – Jón Kári: „Við sáum að það er ekki svona þjónusta hér á landi og því ákvaðum að prófa þetta….“
Nú á tímum Covid 19, þar sem veitingastaðir geta einungis verið með 10 viðskiptavini samtímis inni í veitingasal, þá er tilvalið að skoða fleiri möguleika.
Nú er vinsælt að fá matinn sendan heim, en hvað með að fá kokkinn og þjóninn með?
Nú fyrir stuttu opnaði ný heimasíða á vefslóðinni privatedining.is, með yfirskriftinni „Kokkinn heim – breyttu heimili þínu í þinn uppáhalds veitingastað“.
Heimasíðan er í samstarfi við fjölmarga veitingastaði þar sem megin markmiðið er að viðskiptavinurinn býður í mat heima hjá sér með aðstoð matreiðslumanna og þjóna frá helstu veitingastöðum landsins.
Þú velur veitingastaðinn og matseðilinn
Matreiðslumaður og þjónn mæta frá veitingastaðnum og sjá um að gera upplifunina óaðfinnanlega fyrir þig og gesti þína.
„Þessi hugmynd varð til hjá meðeiganda og félaga mínum en hann á vini í Danmörku sem hafa verið með svipaða þjónustu þar í nokkur ár. Núna á tímum Covid hefur aldrei verið meira að gera og margir af Michelin stöðunum þar, sem ekki vildu vera með, eru farnir að hringja í hann og vilja vera með. Við sáum að það er ekki svona þjónusta hér á landi og því ákvaðum að prófa þetta.“
Sagði Jón Kári Hilmarsson eigandi vefsíðunnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hugmyndina.
Til gamans má geta að Jón Kári er sonur Hilmars Braga Jónssonar matreiðslumeistara.
Að sögn Jóns Kára þá hefur privatedining.is farið mjög vel af stað og eru fjölmargar fyrirspurnir sem berast á hverjum degi.
Hefur pabbi hjálpað eitthvað?
„Hann pabbi hefur gefið mér góð ráð sem hefur hjálpað mér við verkefnið. Ég hef reyndar verið tengdur veitinga- og ferðaþjónustu allt mitt líf og bý í miðbænum. Borða á veitingastað næstum alla daga og hef kynnst eigendum helstu veitingastaðanna. Það var því ekki stórt skref að kynna mér þetta. Ég vann áður hjá WOW air, Iceland Express, Icelandair og hef unnið hjá auglýsingaskrifstofum.“
Sagði Jón Kári að lokum.
Kynntu þér nánar á www.privatedining.is
Kynningarmyndband
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025