Markaðurinn
Ný heildverslun fagnar opnun með glæsilegu kaffihlaðborði frá Tertugallerí – Myndir
Nú um mánaðarmótin opnaði ný heildverslun sem staðsett er við Skútuvog 9 í Reykjavík.
Útkeyrsla til viðskiptavina – Öflug netverslun
Heildverslunin heitir Stórkaup og býður upp á gæðavörur á samkeppnishæfu verði, góða þjónustu og áreiðanleika í vöruframboði og afhendingum. Helstu viðskiptavinir Stórkaups eru t.d. mötuneyti, veitingahús, framleiðendur, sjávarútvegur, ferðaþjónustuaðilar og heilbrigðisstofnanir, ásamt öðrum almennum rekstraraðilum.
Stórkaup tók við öllum helstu vöruflokkum Rekstrarlands og fyrirtækjasviðs Olís (rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisvörur).
Sjá einnig: Rekstrarland verður Stórkaup
Stórkaup keyrir allar vörur til viðskiptavina alla virka daga hvert á land sem er. Hægt er að hringja í síma 515 1500, senda tölvupóst á [email protected] eða versla í gegnum netverslun Stórkaups sem er einföld í notkun og þar ættir þú að geta fundið allt sem þarf fyrir daglegan rekstur þíns vinnustaðar.
Heimasíða: www.storkaup.is
Í tilefni af opnun Stórkaups var starfsfólki boðið upp á veglegt kaffihlaðborð frá Tertugallerí Myllunnar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Myndir: facebook / Stórkaup
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024