Freisting
Nutu ljúffengra veitinga í boði Kaupþings
|
Tugir sparibúinna manna lagði leið sína í Listasafn Reykjavíkur í gærkvöldi, ekki til að njóta lista heldur ljúffengra veitinga í boði Kaupþings.
Það var um áttaleytið í gærkvöldi sem prúðbúna gesti tók að streyma í Listasafnið en eins og við sögðum frá í vikunni var það Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands sem eldar og mun dýrasta vínið hafa kostað allt að hundrað þúsund krónur flaskan.
Miklir kyndlar loguðu við innganginn og tóku á móti fólki sem ýmist kom með leigubílum eða einkabifreiðum. Gestirnir voru allir í sínu fínasta pússi. Sumir létu kaldan kvöldgustinn ekkert á sig fá og mættu á jakkanum enda hefur tilhugsunin ein um tíu rétta kvöldverðinn sem fram undan var líklega dugað til að veita mönnum yl í kroppinn. Meðal réttanna voru hreindýr, anda- og gæsalifur, lynghænur, dúfur, humar og fleira.
Stöð 2 fjallaði um málið og hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin