Freisting
Nutu ljúffengra veitinga í boði Kaupþings
|
|
Tugir sparibúinna manna lagði leið sína í Listasafn Reykjavíkur í gærkvöldi, ekki til að njóta lista heldur ljúffengra veitinga í boði Kaupþings.
Það var um áttaleytið í gærkvöldi sem prúðbúna gesti tók að streyma í Listasafnið en eins og við sögðum frá í vikunni var það Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands sem eldar og mun dýrasta vínið hafa kostað allt að hundrað þúsund krónur flaskan.
Miklir kyndlar loguðu við innganginn og tóku á móti fólki sem ýmist kom með leigubílum eða einkabifreiðum. Gestirnir voru allir í sínu fínasta pússi. Sumir létu kaldan kvöldgustinn ekkert á sig fá og mættu á jakkanum enda hefur tilhugsunin ein um tíu rétta kvöldverðinn sem fram undan var líklega dugað til að veita mönnum yl í kroppinn. Meðal réttanna voru hreindýr, anda- og gæsalifur, lynghænur, dúfur, humar og fleira.
Stöð 2 fjallaði um málið og hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um






