Freisting
Nutu ljúffengra veitinga í boði Kaupþings
|
Tugir sparibúinna manna lagði leið sína í Listasafn Reykjavíkur í gærkvöldi, ekki til að njóta lista heldur ljúffengra veitinga í boði Kaupþings.
Það var um áttaleytið í gærkvöldi sem prúðbúna gesti tók að streyma í Listasafnið en eins og við sögðum frá í vikunni var það Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands sem eldar og mun dýrasta vínið hafa kostað allt að hundrað þúsund krónur flaskan.
Miklir kyndlar loguðu við innganginn og tóku á móti fólki sem ýmist kom með leigubílum eða einkabifreiðum. Gestirnir voru allir í sínu fínasta pússi. Sumir létu kaldan kvöldgustinn ekkert á sig fá og mættu á jakkanum enda hefur tilhugsunin ein um tíu rétta kvöldverðinn sem fram undan var líklega dugað til að veita mönnum yl í kroppinn. Meðal réttanna voru hreindýr, anda- og gæsalifur, lynghænur, dúfur, humar og fleira.
Stöð 2 fjallaði um málið og hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín