Freisting
Nutu ljúffengra veitinga í boði Kaupþings
|
Tugir sparibúinna manna lagði leið sína í Listasafn Reykjavíkur í gærkvöldi, ekki til að njóta lista heldur ljúffengra veitinga í boði Kaupþings.
Það var um áttaleytið í gærkvöldi sem prúðbúna gesti tók að streyma í Listasafnið en eins og við sögðum frá í vikunni var það Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands sem eldar og mun dýrasta vínið hafa kostað allt að hundrað þúsund krónur flaskan.
Miklir kyndlar loguðu við innganginn og tóku á móti fólki sem ýmist kom með leigubílum eða einkabifreiðum. Gestirnir voru allir í sínu fínasta pússi. Sumir létu kaldan kvöldgustinn ekkert á sig fá og mættu á jakkanum enda hefur tilhugsunin ein um tíu rétta kvöldverðinn sem fram undan var líklega dugað til að veita mönnum yl í kroppinn. Meðal réttanna voru hreindýr, anda- og gæsalifur, lynghænur, dúfur, humar og fleira.
Stöð 2 fjallaði um málið og hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vörukynning Garra á Akureyri