Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nuno og Bento kaupa Fálkahúsið – eiga nú húsið að baki Sæta Svínsins, Fjallkonunnar og Tipsy
Portúgölsku veitingamennirnir Nuno Faria og Bento Amaral hafa fest kaup á Fálkahúsinu við Hafnarstræti 1-3, en fasteignin hýsir þrjá veitingastaði í þeirra eigu: Sæta Svínið, Fjallkonuna og kokteilbarinn Tipsy. Með kaupunum styrkja þeir enn frekar stöðu sína í miðborginni, þar sem þeir reka einnig veitingastaðina Apótekið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, Sushi Social við Þingholtsstræti og Tres Locos á Hafnarstræti og Tapasbarinn.
Samkvæmt heimildum vefsins eirikurjonsson.is var kaupverð á fermetra rúmlega 700 þúsund krónur, sem telst fremur hóflegt miðað við staðsetningu eignarinnar í hjarta borgarinnar – þar sem eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði er mikil og verð yfirleitt hátt.
Fálkahúsið er hluti af sögulegu borgarlandslagi og hefur á undanförnum árum þróast í einn vinsælasta veitingakjarna Reykjavíkur. Kaupin eru enn eitt skrefið í vaxandi áhrifum Nuno og Bento á íslenska veitingamarkaðnum, en þeir hafa á undanförnum árum skapað sér traustan sess með áherslu á gæði, alþjóðlegt andrúmsloft og öfluga þjónustu.
Mynd: midborgin.is
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






