Frétt
Núðlur innkallaðar – Fannst of mikið magn af Etýlenoxíð í vörunni
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Instant Noodles Pancit Canton Chili sem fyrirtækið Filipino Store ehf. flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er ólöglegt að nota það við matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Lucky Me!
- Vöruheiti: Instant Noodles Pancit Canton Chili
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 27/07/2022
- Strikamerki: 4807770271229
- Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD.
- Framleiðsluland: Tæland.
- Innflytjandi: Filipino Store ehf., Langarima 23, 112 Reykjavík.
- Dreifing: Aðeins selt í versluninni Filipino Store, Langarima 23, og í vefverslun www.filipino.is.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi






