Vertu memm

Freisting

Nú hefur listinn yfir keppendur í Bocuse d´Or 2009 verið gerður opinber

Birting:

þann

Keppendur eru 24 eins og verið hefur nema nú er allur heimurinn undir þar sem sú breyting hefur orðið á keppninni að nú fara fram undankeppnir í hverri heimsálfu og vinna þjóðir sér rétt með að vinna í sinni álfu eftir vissum reglum og fylla þau sæti sem eru laus, flest löndin vinna sér rétt með því að vera í einu af efstu sætunum í sjálfri keppninni.

Ísland tekur þátt í 6. sinn og er fulltrúi okkar Ragnar Ómarsson sem er að taka þátt í annað sinn í þessari mikilfengnu keppni.

Fyrstur Íslendinga til að taka þátt var Sturla Birgisson, árið 1999 ( 5. sæti ), síðan Hákon Már Örvarsson árið 2001( 3. sæti ), næst var það Björgvin Mýrdal árið 2003 ( 9. sæti ), næstur var Ragnar Ómarsson árið 2005 ( 5. Sæti ), svo kom Friðgeir Eiríksson árið 2007 ( 8. sæti ), og svo Ragnar aftur eins og áður er sagt.

Hér kemur listinn af keppendum 2009:

  1. Australia.  Luke Croston Restaurant Brasseri by Philippe Mouchel Melbourne.
  2. Brasilía. Mauro De Freitas Barros Luxury hotel Intercontinental  Rio.
  3. Canada.David Wong  The Art Institute Vancouver
  4. Tékkland. Jan Vsetecka Restaurant Kampa Park Prag
  5. Danmörk. Jasper Kure Catering Company VIP A/S Kaupmannahöfn
  6. Eistland. Vladislav Djatsuk Restaurant Egoist Tallinn
  7. Spánn. Angel Palacius Restaurant La Broche Madrid
  8. Finnland .Filip  Langhoff Restaurant Feinschmecker  Oslo
  9. Frakkland. Philippe Mille Hotel Le Meurice Paris
  10. Ísland . Ragnar Ómarsson Domo Reykjavík
  11. Japan. Yasuji Sasaki ,Alain Chapel Portopia hotel Kobe
  12. Luxemburg. Jacques Schoumacker Restaurant Les Roses Mondorf-les-baines
  13. Malasía. Farouk B. Othman Hotel du France  Kuala Lumpur
  14. Mexikó. Obed Ladron de  Guevara Garcia Four Season hotel Mexico City
  15. Holland. Wim Klerks Restaurant Les Jumeaux  Bennebroke
  16. Noregur. Geir Skeie Restaurant Mathuset Solvold Sandefjord
  17. Singapore. Tan Ri Zeng Restaurant Julien Bompard Singapore
  18. Suður Afrika. Diane Kay Sandton Sun Jóhannesborg
  19. Suður Kórea. Jun Hi Lee Millenium Hilton hotel Seoul
  20. Svíþjóð. Jonas Lundgren Restaurant Bagatelle Oslo
  21. Swiss. Stéphane Decotterd Restaurant Le Pont de Brent Montreux
  22. Uruguay. Alvaro Verderosa Arcadia Radisson Montevideo
  23. Bretland. Simon Hulstone Elephant restaurant Torquay
  24. Bandaríkin. Timonthy Hollingsworth Restaurant French Laundry Yountville

Munum við á Freisting.is flytja ykkur fréttir af undirbúningi fyrir Bocuse d´Or 2009 reglulega.

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið