Vertu memm

Frétt

Notkun títan díoxíðs við matvælaframleiðslu bönnuð

Birting:

þann

Súpa

Títan díoxíð er aukefni sem hefur verið notað í ýmis matvæli sem litarefni, til að gefa hvítan lit.

Reglugerð sem bannar notkun aukefnisins við framleiðslu matvæla í ESB var sett þar 14. janúar sl. Þessar reglur voru innleiddar hér á landi 9. febrúar sl. Matvælafyrirtæki á Íslandi þurfa því einnig að hætta notkun efnisins, segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Notkun aukefnisins títan díoxíð (E 171) við framleiðslu matvæla er óleyfileg í hér á landi frá og með 3. mars n.k. Setja má á markað matvæli sem eru framleidd fyrir þann tíma fram til 7. ágúst n.k. og mega þau vera á markaði þar til geymsluþolstími þeirra er liðinn.

Ástæða þessara breytinga er að í fyrra komast Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að útiloka skaðleg áhrif efnisin á erfðaefni manna.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið