Frétt
Notkun títan díoxíðs við matvælaframleiðslu bönnuð
Títan díoxíð er aukefni sem hefur verið notað í ýmis matvæli sem litarefni, til að gefa hvítan lit.
Reglugerð sem bannar notkun aukefnisins við framleiðslu matvæla í ESB var sett þar 14. janúar sl. Þessar reglur voru innleiddar hér á landi 9. febrúar sl. Matvælafyrirtæki á Íslandi þurfa því einnig að hætta notkun efnisins, segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Notkun aukefnisins títan díoxíð (E 171) við framleiðslu matvæla er óleyfileg í hér á landi frá og með 3. mars n.k. Setja má á markað matvæli sem eru framleidd fyrir þann tíma fram til 7. ágúst n.k. og mega þau vera á markaði þar til geymsluþolstími þeirra er liðinn.
Ástæða þessara breytinga er að í fyrra komast Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að útiloka skaðleg áhrif efnisin á erfðaefni manna.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu