Keppni
Norræna nemakeppnin haldin um helgina
Undirbúningur fyrir Norræna nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu er í fullum gangi en keppnin fer fram nú um helgina í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 23. og 24. apríl. Allir velkomnir á staðinn.
Nemar í matreiðslu og framreiðslu frá Íslandi, Finnland, Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppa samtals í tvo daga í fjölbreyttum verkefnum.
Í framreiðslu er keppt í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, borðlagningu, vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra drykkja, para saman vín/drykkja- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.
Í matreiðslu er keppt í beitingu á mismunandi matreiðsluaðferða, framsetningu á réttum, bragði og fl. Fyrri daginn matreiða þau heitan grænmetisforrétt, Aamuse bouches þar sem megin hráefnið er kjúklingalifur og þang og heitan grænmetisrétt.
Á sunnudeginum vinna matreiðslu- og framreiðslunemarnir saman að verkefni dagsins sem er að setja upp matseðil- og drykkjarseðil fyrir fimm rétta máltíð. Hráefnið seinni daginn er óþekkt Mystery box.
Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðini. Í framreiðslu keppa þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir9 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu








