Vertu memm

Keppni

Norræna nemakeppnin haldin um helgina

Birting:

þann

Norræna nemakeppnin - Logo

Undirbúningur fyrir Norræna nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu er í fullum gangi en keppnin fer fram nú um helgina í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 23. og 24. apríl. Allir velkomnir á staðinn.

Nemar í matreiðslu og framreiðslu frá Íslandi, Finnland, Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppa samtals í tvo daga í fjölbreyttum verkefnum.

Norræna nemakeppnin 2022

Tumi Dagur Haraldsson og Petra Sif Lárusdóttir

Í framreiðslu er keppt í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, borðlagningu, vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra drykkja, para saman vín/drykkja- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.

Norræna nemakeppnin 2022

Guðmundur Halldór Bender og Klara Lind Óskarsdóttir

Í matreiðslu er keppt í beitingu á mismunandi matreiðsluaðferða, framsetningu á réttum, bragði og fl. Fyrri daginn matreiða þau heitan grænmetisforrétt, Aamuse bouches þar sem megin hráefnið er kjúklingalifur og þang og heitan grænmetisrétt.

Á sunnudeginum vinna matreiðslu- og framreiðslunemarnir saman að verkefni dagsins sem er að setja upp matseðil- og drykkjarseðil fyrir fimm rétta máltíð. Hráefnið seinni daginn er óþekkt Mystery box.

Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðini. Í framreiðslu keppa þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX.

Myndir:  Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið