Keppni
Norræna nemakeppnin haldin um helgina
Undirbúningur fyrir Norræna nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu er í fullum gangi en keppnin fer fram nú um helgina í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 23. og 24. apríl. Allir velkomnir á staðinn.
Nemar í matreiðslu og framreiðslu frá Íslandi, Finnland, Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppa samtals í tvo daga í fjölbreyttum verkefnum.
Í framreiðslu er keppt í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, borðlagningu, vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra drykkja, para saman vín/drykkja- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.
Í matreiðslu er keppt í beitingu á mismunandi matreiðsluaðferða, framsetningu á réttum, bragði og fl. Fyrri daginn matreiða þau heitan grænmetisforrétt, Aamuse bouches þar sem megin hráefnið er kjúklingalifur og þang og heitan grænmetisrétt.
Á sunnudeginum vinna matreiðslu- og framreiðslunemarnir saman að verkefni dagsins sem er að setja upp matseðil- og drykkjarseðil fyrir fimm rétta máltíð. Hráefnið seinni daginn er óþekkt Mystery box.
Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðini. Í framreiðslu keppa þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA








