Vertu memm

Neminn

Norræna nemakeppnin 2008

Birting:

þann

Í ár verður Norræna nemakeppnin haldin í Horesta Hótel og Veitingaskólanum í Óðinsvé í Danmörk, dagana 18 – 20 Apríl n.k. Keppt verður eftir kerfinu Leyndarkarfa (Mystery Basket)

Að vanda senda allar Norðurlandaþjóðirnar lið til þessara keppni, og að þess sinni eru fulltrúar Íslands í framreiðslu, Tinna Óðinsdóttir og Ylfa Sigþrúðardóttir undir leiðsögn Gunnars Rafns Heiðarssonar Yfirþjóns í Turninum og í matreiðslu eru það Davíð Örn Hákonarsson og Garðar Óli Gylfasson undir handleiðslu Sigrðar Rúnars Ragnarssonar Sous Chef á Vox Hilton Nordica.

Hópurinn hefur verið að æfa stíft undanfarið og síðasta æfing var á Vox á Mánudagskvöldið s.l. og var undirritaður meðal þeirra sem smökkuðu og gagnrýndu á uppbyggilegan hátt, og með fullri virðingu fyrir þeim sem hafa þjálfað krakkana þá var unun að fylgjast með hvað allt var á faglegum nótum og krakkarnir drukku í sig ábendingar af áfergju og leiðbeinendurnir fyllilega starfi sínu vaxnir og verður spennandi að fylgjast með þeim í áðurnefndri keppni.

Smellið hér til að skoða myndir frá síðustu æfingu.

Óskum við á Freisting.is hópnum góðrar farar og vonandi koma þau með málm heim með sér.

Myndir tók Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið