Vertu memm

Freisting

Norræna nemakeppnin

Birting:

þann

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Norrænu nemakeppnina sem SAF og MATVÍS standa að í samvinnu við Fræðsluráð hótel- og matvælagreina.  Keppnin er haldin til skiptis í löndunum fimm en verður haldin hér á landi 31. mars til 2. apríl nk. í Fífunni, Kópavogi, samhliða sýningunni Matur 2006.  Tveir matreiðslunemar og tveir framreiðslunemar taka þátt frá hverju landi.

Aðalmarkmið keppninnar er að hvetja nema til bættrar frammistöðu og stuðla að kynningu meðal þjóðanna og er reynsla af þátttöku í þessari keppni mjög góð.  Síðasta keppni fór fram í Drammen í Noregi 15. – 17. apríl 2005 og náðu íslensku nemarnir frábærum árangri. Matreiðslunemarnir hrepptu 1. sætið og framreiðslunemarnir urðu í 2. sæti.

Greint frá á heimasíðu Samtaka Ferðaþjónustunnar

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið