Freisting
Norræna nemakeppnin
Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Norrænu nemakeppnina sem SAF og MATVÍS standa að í samvinnu við Fræðsluráð hótel- og matvælagreina. Keppnin er haldin til skiptis í löndunum fimm en verður haldin hér á landi 31. mars til 2. apríl nk. í Fífunni, Kópavogi, samhliða sýningunni Matur 2006. Tveir matreiðslunemar og tveir framreiðslunemar taka þátt frá hverju landi.
Aðalmarkmið keppninnar er að hvetja nema til bættrar frammistöðu og stuðla að kynningu meðal þjóðanna og er reynsla af þátttöku í þessari keppni mjög góð. Síðasta keppni fór fram í Drammen í Noregi 15. – 17. apríl 2005 og náðu íslensku nemarnir frábærum árangri. Matreiðslunemarnir hrepptu 1. sætið og framreiðslunemarnir urðu í 2. sæti.
Greint frá á heimasíðu Samtaka Ferðaþjónustunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin