Freisting
Norræna nemakeppnin
Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Norrænu nemakeppnina sem SAF og MATVÍS standa að í samvinnu við Fræðsluráð hótel- og matvælagreina. Keppnin er haldin til skiptis í löndunum fimm en verður haldin hér á landi 31. mars til 2. apríl nk. í Fífunni, Kópavogi, samhliða sýningunni Matur 2006. Tveir matreiðslunemar og tveir framreiðslunemar taka þátt frá hverju landi.
Aðalmarkmið keppninnar er að hvetja nema til bættrar frammistöðu og stuðla að kynningu meðal þjóðanna og er reynsla af þátttöku í þessari keppni mjög góð. Síðasta keppni fór fram í Drammen í Noregi 15. – 17. apríl 2005 og náðu íslensku nemarnir frábærum árangri. Matreiðslunemarnir hrepptu 1. sætið og framreiðslunemarnir urðu í 2. sæti.
Greint frá á heimasíðu Samtaka Ferðaþjónustunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





