Frétt
Norræn matargerð verðlaunuð
Veitingastaðurinn Noma er tiltölulega nýr norrænn veitingastaður í Kaupmannahöfn. Enska Veitingahúsatímaritið valdi á dögunum staðinn sem einn af 50 bestu veitingastöðum í heimi.
Það eru René Redzepi og sjónvarpskokkurinn Claus Meyer sem eiga og reka veitingastaðinn Noma. Á matseðlinum er boðið upp á norrænan mat og matargerð. Þar má meðal annars finna sauðnaut, að sögn danska dagblaðsins JyllandPosten.
Rene Redzepi vonast til að fleiri veitingastaðir með norrænan mat og matargerð verði opnaðir í Danmörku.
Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á nýja norræna matargerðarlist. Auka á norræna vitund um norrænan mat og matargerð. Jafnframt geta Norðurlöndin vakið alþjóðlega athygli, eins og raunin er nú.
Myndir: noma.dk
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






