Vertu memm

Frétt

Norræn matargerð verðlaunuð

Birting:

þann

René Redzepi

René Redzepi

Veitingastaðurinn Noma er tiltölulega nýr norrænn veitingastaður í Kaupmannahöfn. Enska Veitingahúsatímaritið valdi á dögunum staðinn sem einn af 50 bestu veitingastöðum í heimi.

Það eru René Redzepi og sjónvarpskokkurinn Claus Meyer sem eiga og reka veitingastaðinn Noma. Á matseðlinum er boðið upp á norrænan mat og matargerð. Þar má meðal annars finna sauðnaut, að sögn danska dagblaðsins Jylland—Posten.

Rene Redzepi vonast til að fleiri veitingastaðir með norrænan mat og matargerð verði opnaðir í Danmörku.

Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á „nýja norræna matargerðarlist”. Auka á norræna vitund um norrænan mat og matargerð. Jafnframt geta Norðurlöndin vakið alþjóðlega athygli, eins og raunin er nú.

Myndir: noma.dk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið