Frétt
Norræn matargerð verðlaunuð
Veitingastaðurinn Noma er tiltölulega nýr norrænn veitingastaður í Kaupmannahöfn. Enska Veitingahúsatímaritið valdi á dögunum staðinn sem einn af 50 bestu veitingastöðum í heimi.
Það eru René Redzepi og sjónvarpskokkurinn Claus Meyer sem eiga og reka veitingastaðinn Noma. Á matseðlinum er boðið upp á norrænan mat og matargerð. Þar má meðal annars finna sauðnaut, að sögn danska dagblaðsins JyllandPosten.
Rene Redzepi vonast til að fleiri veitingastaðir með norrænan mat og matargerð verði opnaðir í Danmörku.
Norræna ráðherranefndin leggur áherslu á nýja norræna matargerðarlist. Auka á norræna vitund um norrænan mat og matargerð. Jafnframt geta Norðurlöndin vakið alþjóðlega athygli, eins og raunin er nú.
Myndir: noma.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






