Frétt
Noma talið 15. besta veitingahús heims
Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn, var í gærkvöldi útnefnt 15. besta veitingahús heims, af sérfræðingum breska tímaritsins Restaurant Magazine. Noma fékk nýlega 2 stjörnur í Michelin-bæklingnum þar sem fjallað er um dönsk veitingahús.
Á síðasta ári var Noma í 33. sæti á lista tímaritsins. Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins heitir El Bulli, en hann er að finna á norðausturhluta Spánar.
Þess má geta að Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.
Vefsíðan um bestu veitingahúsin
Greint frá á Mbl.is
Heimasíða Noma: www.noma.dk
Þess ber að geta að yfirkokkur Noma hann Rene Redzepi varð „Food and Fun Chef of the Year 2005“, lesa nánar um það hér

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí