Frétt
Noma talið 15. besta veitingahús heims
Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn, var í gærkvöldi útnefnt 15. besta veitingahús heims, af sérfræðingum breska tímaritsins Restaurant Magazine. Noma fékk nýlega 2 stjörnur í Michelin-bæklingnum þar sem fjallað er um dönsk veitingahús.
Á síðasta ári var Noma í 33. sæti á lista tímaritsins. Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins heitir El Bulli, en hann er að finna á norðausturhluta Spánar.
Þess má geta að Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.
Vefsíðan um bestu veitingahúsin
Greint frá á Mbl.is
Heimasíða Noma: www.noma.dk
Þess ber að geta að yfirkokkur Noma hann Rene Redzepi varð „Food and Fun Chef of the Year 2005“, lesa nánar um það hér
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





