Vertu memm

Frétt

Noma talið 15. besta veitingahús heims

Birting:

þann

Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn, var í gærkvöldi útnefnt 15. besta veitingahús heims, af sérfræðingum breska tímaritsins Restaurant Magazine. Noma fékk nýlega 2 stjörnur í Michelin-bæklingnum þar sem fjallað er um dönsk veitingahús.

Á síðasta ári var Noma í 33. sæti á lista tímaritsins. Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins heitir El Bulli, en hann er að finna á norðausturhluta Spánar.

Þess má geta að Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.

Vefsíðan um bestu veitingahúsin

Greint frá á Mbl.is

Heimasíða Noma: www.noma.dk

Þess ber að geta að yfirkokkur Noma hann Rene Redzepi varð „Food and Fun Chef of the Year 2005“, lesa nánar um það hér

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið