Frétt
Noma talið 15. besta veitingahús heims
Veitingahúsið Noma í Kaupmannahöfn, var í gærkvöldi útnefnt 15. besta veitingahús heims, af sérfræðingum breska tímaritsins Restaurant Magazine. Noma fékk nýlega 2 stjörnur í Michelin-bæklingnum þar sem fjallað er um dönsk veitingahús.
Á síðasta ári var Noma í 33. sæti á lista tímaritsins. Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins heitir El Bulli, en hann er að finna á norðausturhluta Spánar.
Þess má geta að Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.
Vefsíðan um bestu veitingahúsin
Greint frá á Mbl.is
Heimasíða Noma: www.noma.dk
Þess ber að geta að yfirkokkur Noma hann Rene Redzepi varð „Food and Fun Chef of the Year 2005“, lesa nánar um það hér
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024