Viðtöl, örfréttir & frumraun
Noma snýr aftur til Kyoto í Japan
Besti veitingastaður í heimi Noma snýr aftur til Ace hótelsins í bænum Kyoto í Japan þar sem Noma mun bjóða upp á PopUp í tíu vikur, en viðburðinn hófst 8. október s.l. og stendur yfir til 18. desember.
Noma var með PopUp í bænum Kyoto í fyrra frá 15. mars til 20. maí 2023, en staðurinn flutti allt starfsfólkið sitt ásamt börnum, mökum og ástvinum og er engin undantekning á því þetta árið.
Matseðillinn verður árstíðarbundinn sem býður upp á allt aðra flóru á bragði og hráefni sem kokkarnir hjá Noma eru vanir. Þetta popUp mun einkennast af rauðum og gylltum litum, þar sem hráefnin sem tengjast haustinu í Japan, sjávarfang og fjölbreytt villibráð.
Kyoto matargerðin hefur heillað marga matgæðinga um heim allan, t.a.m. Kaiseki máltíðirnar sem eru margrétta sælkeramáltíðir, soðna Yudofu, Kyoto-grænmetið sem er mjög heilsusamlegt og bragðgott, Shojin Ryori grænmetisréttir sem eldaðir eru eftir búddískum hefðum, japanska súrmetið Tsukemono, en þetta eru bara nokkur dæmi um Kyoto-matargerðina.
Noma Kyoto verður opinn frá miðvikudegi til laugardags með tvennum borðtímum á hverjum degi – hádegis- og kvöldverðartíma. Borga þarf fyrirfram fyrir allt borðið og kostar 125.000 fyrir per manneskju og innifalið í verði er vínpörun.
Uppselt er á viðburðinn en áhugasamir geta bókað sig á biðlista hér.
„Matseðillinn okkar mun endurspegla Kyoto, en við verðum þó ekki japanskur veitingastaður.“
Segir í René Redzepi eigandi Noma í tilkynningu.
Myndir: Noma / @mitsuru_wakabayashi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille














