Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Nöfn allra keppenda í veitingageiranum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni

Birting:

þann

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem hefst í dag og stendur yfir til 18. mars í Laugardalshöllinni, verður keppt í 21 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Greinarnar eru:

Bakaraiðn, Bifreiðasmíði, Bílamálun, Fataiðn, Forritun, Framreiðsla, Grafísk miðlun, Gull- og silfursmíði, Hársnyrtiiðn, Húsasmíði, Kjötiðn, Matreiðsla, Málaraiðn, Málmsuða, Pípulagnir, Rafeindavirkjun, Rafvirkjun, Skrúðgarðyrkja, Snyrtifræði, Vefþróun, Veggfóðrun og dúkalögn.

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019

Sigur á Íslandi getur gefið möguleika á að fara og keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Gdansk í september 2023.

Keppendur í veitingageiranum

Þau sem keppa í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu eru:

Bakaraiðn

Hekla Guðrún Þrastardóttir – Hygge coffee and micro bakery
Matthías Jóhannesson – Passion Reykjavík
Finnur Guðberg Ívarsson – Bláa lónið

Framreiðslu

Benedikt Eysteinn Birnuson – Matarkjallarinn
Finnur Gauti Vilhelmsson – Vox
Eyþór Dagnýson – Monkeys
Daníel Árni Sverrisson – Monkeys
Alexander Jósef Alvarado

Kjötiðn

Bríet Berndsen Ingvadóttir – Sláturfélag Suðurlands
Kristófer Steinþórsson – Ali/Síld og Fiskur
Lukasz Gryko – Esja Gæðafæði
Björn Mikael Karelsson – Kjötbúðin

Matreiðslu

Guðmundur Halldór Bender – Héðinn Restaurant og Bar
Hinrik Örn Halldórsson – Lux Veitingar
Elmar Daði Sævarsson – Héðinn Restaurant og Bar
Sindri Hrafn Rúnarsson – Monkeys
Filip Jan Józefik – Mika Restaurant, Reykholti, Biskupstungum
Hringur Thorlacius Oddsson – Hósílo
Dagur Hrafn Rúnarsson – Sjálfstætt Starfandi
Kristín Birta Ólafsdóttir – Fröken Reykjavík

Dagskráin í heild sinni:

Fimmtudagur 16. mars

08:30 Opnunarhátíð // Keppnisgreinar kynntar

08:50 Tónlistaratriði frá Menntaskólanum í tónlist (MÍT)

09:00 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnar viðburðinn

09:05 Keppni á Íslandsmóti hefst

09:10 Mín framtíð 2023 hefst með framhaldsskólakynningu og kynningu iðn- og verkgreina á Íslandi

13:00 Húsið opnar fyrir almenning

16:00 Dagskrá lokið til næsta dags

Föstudagur 17. mars 

09:00 Keppni á Íslandsmóti hefst

09:00 Mín framtíð 2023 hefst með framhaldsskólakynningu og kynningu iðn- og verkgreina á Íslandi

11:00 Íslandsmót áhugamanna  Gettu Pétur – Fjölþraut

13:00 Húsið opnar fyrir almenning

16:00 Dagskrá lokið til næsta dags

Laugardagur 18. mars 

10:00 – 14:00 Fjölskyldudagur Mín framtíð 2023 // Keppni og kynning er opin almenningi

–       Sirkus Íslands

–       Íslandsmót áhugamanna // Gettur Pétur – Fjölþraut

14:00 Keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina lýkur

–       Verðlaunaafhending

–       Tónlistaratriði

15:00 Hús lokar

Vídeó

Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumeistari Brand vín og grill segir frá reynslu sinni í meðfylgjandi myndbandi af keppni í mótum á borð við Íslandsmót iðn- og verkgreina og Euroskills.

Meðfylgjandi eru myndir frá viðburðinum árið 2019.

Myndir: verkidn.is

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið