Freisting
Nobu opnar hótel í New York
Robert De Niro fær sér að borða á Nobu í Honolulu
Nobu, sushi veitingahúsakeðjan, ætlar að reisa 200 metra hátt glerhýsi í nágrenni Kauphallarinnar í New York þar sem rekið verður fimm stjörnu hótel með 128 herbergjum og veitingastaður, sem verður fjórði Nobu veitingastaðurinn í New York.
Verður hótelið það fyrsta sem Nobu opnar í Bandaríkjunum en verið er að reisa Nobu hótel í Hezliya Marina við Miðjarðarhafsströnd Ísraels.
Nobu, en einn eiganda keðjunnar er leikarinn Robert De Niro, rekur á annan tug veitingastaða í heiminum.
Framkvæmdir við bygginguna hefjast síðar á árinu og opna á hótelið eftir tvö ár. Auk hótelherbergja og veitingastaðar verður heilsuklúbb, sake-kjallara og kvikmyndaherbergi að finna í glerhýsinu.
Upplýsingar um Nobu-veitingahúsakeðjuna
Greint frá á Mbl.is | Mynd: usatoday.com
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?