Frétt
Neytendur fá upplýsingar um frammistöðu matvælafyrirtækja – Broskarlakerfi
Frammistöðuflokkun matvælafyrirtækja verður birt opinberlega og þannig gerð aðgengileg neytendum frá 1. janúar 2021 samkvæmt breytingum á lögum um matvæli. Matvælastofnun hóf árið 2013 að flokka matvælafyrirtæki eftir áhættu og í A, B og C-flokka eftir frammistöðu.
Flokkunin gerir Matvælastofnun kleift að beina þunga eftirlitsins þar sem áhætta er mest og frammistaða verst. Um leið er þeim umbunað sem standa sig best, með því að draga úr eftirliti og þar með eftirlitskostnaði hjá þeim. Með lagabreytingunni skráir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og birtir upplýsingar um matvælaeftirlit með sama hætti og Matvælastofnun.
Sjá einnig: Matvælastofnun 10 ára – þróun og framtíð eftirlits, opinn fund á morgun 23. nóvember. A-B-C frammistöðuflokkun Matvælastofnunar og danska „smiley“ broskarlakerfið verða til umfjöllunar á fundinum.
Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að með upplýsingum um frammistöðu fyrirtækja gefst neytendum kostur á að taka upplýsta ákvörðun um vöruval og hvaða fyrirtæki þeir skipta við. Þannig má veita fyrirtækjum aðhald og hvetja þau til að leggja áherslu á hollustuhætti og innra eftirlit, góða framleiðsluhætti og öryggi matvæla.
Í nágrannaríkjum okkar má víða sjá merkingar í verslunum, á veitingastöðum og hjá öðrum fyrirtækjum þar sem sjá má hvernig opinberir eftirlitsaðilar flokka fyrirtækin með hliðsjón af niðurstöðu eftirlits. Þar má því sækja fyrirmyndir að þeim upplýsingum sem birtast munu neytendum hér á landi þegar ný lagaákvæði taka gildi.
Það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að ákveða með hvaða hætti frammistöðuflokkunin er birt, sem A, B og C flokkun eins og Matvælastofnun flokkar nú, sem broskarlakerfi að hætti Dana, eða með öðrum leiðum.
Lagabreytingin veitir einnig heimild til að birta eftirlitsskýrslur sem flokkunin byggist á og skal ákveða með reglugerð hvort/hvernig það skuli gert.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum