Frétt
Neytendastofan segir að Nýja Vínbúðin hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendasamning
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Nýju Vínbúðarinnar vegna skorts á upplýsingum á heimasíðu félagsins. Því til viðbótar veitti verslunin rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Á málið rætur að rekja til sölu verslunarinnar á Jólabjóradagatölum til neytenda þar sem þeim var neitað um að skila vörunni þrátt fyrir skýran rétt til að falla frá samningi.
Í ákvörðuninni komst stofnunin fyrst að þeirri niðurstöðu að starfsemi félagsins félli undir gildissvið laga um neytendasamninga. Þá taldi stofnunin jafnframt að sala á Jólabjóradagatali fæli ekki í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt, enda bjór almennt séð ætlaður talsvert lengri endingartími en 14 dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta þó að varan væri markaðssett í tengslum við jólin, enda endingartími vörunnar ekki í sjálfu sér tengd við jólin og kaupendur hefðu því getað neytt bjórsins hvenær sem er.
Taldi stofnunin að skylda hafi hvílt á félaginu að tilkynna kaupendum um rétt sinn til að falla frá samningi þar sem viðskiptin féllu ekki undir neina undanþágu sem finna má í lögunum. Nýja Vínbúðin hafi þannig, bæði með því að upplýsa neytendur ekki um rétt sinn til að falla frá samningi og með því að neita því þegar neytendur ætluðu að nýta sér hann, brotið gegn ákvæðum laga um neytendasamninga og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Benti stofnunin sérstaklega á að skortur á upplýsingum um rétt til að falla frá samningi leiðir til þess að réttur neytenda til að falla frá samningi framlengist úr 14 dögum í 12 mánuði. Við þær aðstæður ber jafnframt ekki að taka mið af verðrýrnun á verðgildi vörunnar hafi seljandi ekki bætt úr upplýsingagjöf til neytenda.
Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar. Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.
Bannaði stofnunin félaginu að viðhafa framangreinda viðskiptahætti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024