Freisting
Neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á lungnakrabba
Reykingamenn, sem borða mikið af ávöxtum og grænmeti, eru ekki í eins mikilli hættu á að fá lungnakrabbamein og þeir sem borða minna af þessum matvælum.
Er munurinn allt að 35%, að því er kemur fram í doktorsritgerð, sem Halla Skúladóttir, læknir, ver í Danmörku í dag.
Sagt er frá ritgerð Höllu í danska blaðinu Politiken í dag og er rætt við Höllu, sem starfað hefur undanfarin sex ár við rannsóknir á vegum danska krabbameinsfélagsins.
Rannsóknir okkar benda til þess, að hollar neysluvenjur þar sem mikið af ávöxtum og grænmeti er á borðum, geti dregið úr hættunni á því að reykingamenn fái lungnakrabbamein. En það mikilvægasta er að hætta að reykja eða byrja aldrei á þeim ósið,“ segir Halla við blaðið.
Meðal niðurstaðna hennar er að ef reykingamenn borða yfir 400 grömm af grænmeti og ávöxtum á dag dragi það úr líkum á lungnakrabbameini um allt að 35%.
Um 3700 Danir greinast árlega með lungnakrabbamein. Halla segir, að ef þessar niðurstöður verði staðfestar í stórri lýðfræðilegri rannsókn, þá þýði þær að hægt sé að fækka þessum tilfellum um 1300 á ári ef allir reykingamenn borði yfir 400 grömm af grænmeti og ávöxtum.
Halla undirstrikar að mikilvægt sé að reyna að fyrirbyggja lungnakrabbamein því erfitt sé að meðhöndla þennan sjúkdóm. Aðeins 10% sjúklinga séu enn á lífi fimm árum eftir að þeir greinast með sjúkdóminn. Rannsóknir Höllu benda hins vegar að ef sjúklingar lifa af fyrsta árið eftir að sjúkdómurinn greinist aukist lífslíkurnar aftur og 35% líkur séu á að sjúklingar lifi næstu fimm ár. Eftir fimm ár eru 64% líkur á að sjúklingur lifi fimm ár til viðbótar.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu