Uppskriftir
New England-style rækjubátur – Þetta verðið þið að prófa!
Ómótstæðilegur New England-style rækjubátur úr heimalöguðu rækjusalati gerðu úr risarækjum, graslauk, dilli, japönsku majó, sellerí og vorlauk umvafið dúnmjúku ristuðu kartöflubrauði. Tekur enga stund að búa til og er ótrúlega gott!
Fyrir 2:
Risarækjur, 350 g (frosin þyngd)
Kartöflu pylsubrauð, 2 stk
Japanskt majónes, 45 g
Sýrður rjómi 10%, 15 g
Sellerí, 1 stilkur
Vorlaukur, 30 g
Dill ferskt, 7 g
Graslaukur ferskur, 5 g
Sítróna, 1 stk
Hvítlaukur, 1 rif
Smjör, 30 g
Aðferð:
- Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Bætið rækjum út í pottinn og sjóðið í 2-2,5 mín eða þar til rækjurnar eru rétt svo eldaðar í gegn (varist að sjóða rækjurnar of lengi því þá verða þær of stífar).
- Hellið vatninu frá rækjunum og látið kalt vatn renna á þær til að stoppa eldunina.
- Bræðið smjörið og pressið 1 hvítlauksrif saman við.
- Saxið dill og graslauk smátt, skerið sellerí í litla bita og sneiðið vorlauk í þunnar sneiðar.
- Skerið rækjur í bita og hrærið saman við majónes, sýrðan rjóma, dill, graslauk, sellerí og vorlauk. Kreistið smá sítrónusafa saman við og smakkið til með salti og meiri sítrónusafa ef þarf.
- Opnið brauðin og smyrjið að innan með hvítlaukssmjöri. Raðið á ofnplötu og ristið í ofninum í nokkrar mín þar til brauðið er farið að taka fallegan lit.
- Fyllið brauðin með rækjusalati og berið fram með sætkartöflufrönskum
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta