Íslandsmót iðn- og verkgreina
Nemakeppni Kornax 2014 | Þátttaka tilkynnist fyrir 14. febrúar
Eins og undanfarin ár verður haldin nemakeppni í bakstri og verður hún með svipuðu sniði og áður. Það er Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, ásamt Kornax, Landssambandi bakarameistara og Klúbbi bakarameistara sem sjá um framkvæmd keppninnar.
Forkeppni verður miðvikudag og fimmtudag 26. og 27. febrúar. Skipt verður í 4 – 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku. 4 keppendur komast í úrslit og verður úrslitakeppnin haldin á þriðjudegi 4. mars frá kl. 15-18 og miðvikudegi 5. mars kl. 9-15.
Keppnisborðum úr úrslitakeppninni verður síðan stillt upp á á sýningarsvæði á Íslandsmóti Iðn- og verkgreina í Kórnum í Kópavogi. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Keppt verður í sömu greinum og áður, þ.e.a.s. gerð matbrauða, smábrauða, vínarbrauða og borðskreytingar úr brauðdeigi auk þess sem uppstilling telur einnig til stiga.
Góð verðlaun eru í boði og auk þess gefur eitt af úrslitasætum í þessari keppni möguleika á að keppa fyrir hönd skólans í erlendum nemakeppnum. Allir keppendur fá viðurkenningarskjal frá Kornax og verðlaunapening frá Landssambandi bakarameistara. Kornax gefur sigurvegaranum gjafabréf með Flugleiðum að upphæð 70.000 krónur, auk bikars til eignar. Klúbbur bakarameistara gefur auk þess veglegan farandbikar sem sigurvegarinn varðveitir í eitt ár.
Það er mjög áríðandi að þú tilkynnir þátttöku sem allra fyrst í tölvupósti, [email protected] (gefðu upp: samningsstaður, meistari, símanúmer, nafn og kennitölu).
Þátttökuskilyrði eru þau að vera á námssamningi í bakstri.
Frestur til að tilkynna þátttöku er til 14. feb. 2014.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður