Íslandsmót iðn- og verkgreina
Nemakeppni í kjötiðn
Nemakeppni í kjötiðn fer fram í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars 2017 samhliða Íslandsmóti iðngreina. Keppnisfyrirkomulag er þannig að hver keppandi fær lambaskrokk í hendur, sem hann vinnur eftir eigin höfði, með þeim hjálpargögnum sem þeir kjósa að koma með sjálfir.
Keppnistími er 120 mínútur. Skila á allri tilbúinni vöru í kjötborð.
Keppnistímanum verður skipt í tvennt, þannig að hver keppandi fær 60 mínútur til að hluta og úrbeina skrokkinn. Keppendur fá þá 10 mínútna pásu. Þá skoða dómarar bein og fleira. Þá hafa keppendur aðrar 60 mínútur til fullvinna skrokkinn í tilbúna vöru í kjötborð.
Leyfilegt er að hafa með sér eftirfarandi: grænmeti, ávexti, mjólkurvörur, bökunarvörur, krydd, öll leyfileg aukaefni, skinku, bacon, spekk, mareneringar og svo framvegis. Þetta þarf hver keppandi að koma með sjálfur, auk þess að koma með fagbúning FÍK, svuntu, hnífa, stál, handsög, salt/kryddsprautu, hrærivél/mixara og allt annað sem þeir óska sér að hafa með.
Keppendur hafa með sér merkisspjöld fyrir vörurnar þeirra, en þessi spjöld má koma með tilbúin. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Allir nemar sem eru á samning hjá meistara mega keppa, ekkert aldurstakmark er í þessa keppni.
Á staðnum verður einungis skurðarborð, hakkavél sem keppendur nota í sameiningu. Einnig verður borð fyrir keppendur til að setja fullbúnar vörur á til sýnis.
Skurðarkeppnin verður dæmd eftir eftirfarandi flokkum:
- Útliti
- Fjölbreytni
- Nýbreytni
- Nýtingu
- Fagmennsku
Hver keppandi á einnig að koma með sér í keppnina soðið/bakað álegg, sem hann er búinn að gera í sinni vinnslu eða bara heima hjá sér. Meistari hvers nema á auðvitað hjálpa honum eins mikið og hann vill. Ætlast er til að hvert stykki sé minnst eitt kíló svo að hægt sé að dæma það og hafa til sýnis. Áleggið verður dæmt eftir:
- Útliti
- Bragði
- Frumleika
- Fagmennsku
Umsóknir berist til Ólafs Jónssonar olafur@idan.is
Mynd: úr safni

-
Keppni23 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við