Markaðurinn
Negroni vikan verður haldin um allan heim 13. – 19. september
Negroni vikan verður haldin um allan heim 13.-19.september þar sem við lyftum glösum, skálum í Negroni og söfnum fyrir góðum málstað.
Negroni vikan hefur verið haldin síðan árið 2013 á vegum Imbibe þar sem 120 barir tóku fyrst þátt, yfir í 12.000 bari um allan heim í dag og hefur Negroni vikan safnað nær 3 milljónum dollara til góðgerðarmála! Þessa viku í september ætla barir og veitingastaðir heimsins að blanda klassískan Negroni ásamt tilbrigðum fyrir góðan málstað.
Í ár hafa veitingamenn og barþjónar tækifæri á að taka þátt í Negroni vikunni og sýna málefnum stuðning, einfaldlega fylgja þessum leiðbeiningum:
Skráning fer fram á www.negroniweek.com
Veldu málefni af listanum til að styrkja 0-25$
Veldu upphæð sem þú vilt leggja til málefnisins við skráningu á Negroni vikunni 2021
Á Íslandi mun hluti Campari sölu á þátttökustöðum renna til málefnisins “Römpum upp Reykjavík”.
100 rampar á einu ári til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í miðborg Reykjavíkur.
Hugmyndaflug barþjóna
Negroni vikan hvetur barþjóna til að þróa sinn eiginn Negroni, birta mynd og tagga @campariofficial, @campari.is og @mapledrinks en mest spennandi tilbrigði við hinn klassíska Negroni mun birtast á alþjóðlegum síðum Campari og sá barþjónn fær veglegan vinning að auki hér heima. Sniðmát má nálgast hjá Sóley [email protected] eða söluteymi Ölgerðarinnar.
Hér eru myllumerkin: #NegroniWeek, #Campari, #RedPassion, #Negroni
Sniðmát fyrir barþjóna til að taka þátt:
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi