Markaðurinn
Negroni vikan verður haldin um allan heim 13. – 19. september
Negroni vikan verður haldin um allan heim 13.-19.september þar sem við lyftum glösum, skálum í Negroni og söfnum fyrir góðum málstað.
Negroni vikan hefur verið haldin síðan árið 2013 á vegum Imbibe þar sem 120 barir tóku fyrst þátt, yfir í 12.000 bari um allan heim í dag og hefur Negroni vikan safnað nær 3 milljónum dollara til góðgerðarmála! Þessa viku í september ætla barir og veitingastaðir heimsins að blanda klassískan Negroni ásamt tilbrigðum fyrir góðan málstað.
Í ár hafa veitingamenn og barþjónar tækifæri á að taka þátt í Negroni vikunni og sýna málefnum stuðning, einfaldlega fylgja þessum leiðbeiningum:
Skráning fer fram á www.negroniweek.com
Veldu málefni af listanum til að styrkja 0-25$
Veldu upphæð sem þú vilt leggja til málefnisins við skráningu á Negroni vikunni 2021
Á Íslandi mun hluti Campari sölu á þátttökustöðum renna til málefnisins “Römpum upp Reykjavík”.
100 rampar á einu ári til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í miðborg Reykjavíkur.
Hugmyndaflug barþjóna
Negroni vikan hvetur barþjóna til að þróa sinn eiginn Negroni, birta mynd og tagga @campariofficial, @campari.is og @mapledrinks en mest spennandi tilbrigði við hinn klassíska Negroni mun birtast á alþjóðlegum síðum Campari og sá barþjónn fær veglegan vinning að auki hér heima. Sniðmát má nálgast hjá Sóley [email protected] eða söluteymi Ölgerðarinnar.
Hér eru myllumerkin: #NegroniWeek, #Campari, #RedPassion, #Negroni
Sniðmát fyrir barþjóna til að taka þátt:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir








